... og þetta er satt eða svona að mestu leit. Það var nú reyndar ekki ég persónulega sem að fann þessa bíla en fólkið í vinnunni upplifir það núna að það sér mjög dýr en yfirgefna bíla í vegkantinum á leið sinni til vinnu. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fólk geti fundið sér nýjan Lexus, Ferrari eða BMW á leiðini í vinnuna. Vandamálið er hins vegar bara að það þorir enginn að næla sér í svona bíl og hvað þá eiga þá eins og er. Ástæðan er sú sama og það sem gerir að enginn þorir að kaupa sér íbúð, flytja inn vörur eða yfirhöfuð gera neitt sem að sýnir að fólk eigi einhverja peninga. Fólk sem að á einhverja peninga og þar sem að minsti grunur leikur á að þessir peningar hafi verið fengnir á einhvern annan hátt en fullkonlega löglega er handtekið samstundis. Vandamálið er hins vegar að það getur valla verið að nokkur manneskja í Bangladess sem á einhvern pening hafi ekki að einhverju leiti haft eitthvað með spillingu að gera. Í landinu sem að 5 ár í röð hlaut titilinn "spilltasta land í heimi" get ég ekki ímynda mér að það hafi ekki allir á einhvern hátt verið viðriðnir spillingu. Þetta hefur líka sýnt sig í fjölda þeirra sem að hafa verið handteknir síðastliðna mánuði en sú tala hleipur ekki á þúsundum eða tugum þúsunda... nei, nei þetta er komið hátt í tvö hundruð þúsund manns.
Þessi herferð hefur hins vegar haft mjög góð áhrif í landinu og það er ekki hægt að finna eina einustu manneskju í landinu í dag sem að þorir að taka við mútum. Það verður hins vegar athyglisvert að sjá hvað gerist þegar að loksins hin tímabrundna stjórn sem að stendur fyrir þessu öllu fer frá völdum.
fimmtudagur, mars 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli