miðvikudagur, mars 14, 2007

Ferðasagan kemur brátt

Datt í hug að ég ætti að láta áhugasama vita að ég væri enn á lífi. Löng fjarvera mín hérna á blogginu er hægt að skíra með ferðalagi í síðust viku en þá var haldið í heimsókn til Hong Kong og Beijing. Það gafst ekki tími til að vara við þessari fjarveru minni þar sem að það var alveg geðveikt mikið að gera í vinnunni áður en að haldið var af stað. Því miður þá rættust draumar mínir ekki um allt vinnuálagið mundi á einhvern underlegan hátt hverfa á meðan að ég væri í burtu og það er því líka ástæðan fyrir því að ég skrifa bara stutt hérna og tilkynni að ferðasagan kemur seinna. Raunveruleikinn er víst sá að ég þarf að hafa smá frítíma til að geta skrifað ferðasöguna og það gefst ekki mikið af því eins og er þar sem að það eru tveir gestir frá Danmörk í heimsókn hjá okkur í vinnunni núna.

Engin ummæli: