föstudagur, mars 16, 2007

Ferðasaga - Hong Kong

Þá er ég komin heim úr enn einu ferðalaginu. Að þessu sinni tóks mér að bæta Kína og Hong Kong á listan yfir heimsótt lönd. Það er þó varla hægt að bera það saman að heimsækja Hong Kong og Kína þar sem að í einni ferð er hægt að sjá megnið af Hong Kong en aðeins pínulítinn hluta af Kína. Mér er síðan reyndar hugsað til þess að Hong Kong er eins og er hluti af Kína svo það er alveg spurning hvernig ég á að flokka þetta allt saman. Það skiftir nú sammt ekki miklu máli þar sem að ég hef að minnsta kosti verið á báðum stöðunum núna. Þetta var hins vegar all underlegt ferðalag sem að ráðist var í. Áætlunin var þessi:

Dhaka til Bangkok
Bangkok til Hong Kong
Hong Kong til Beijing
Bejing til Bangkok
Bangkok til Dhaka.

Ég segi nú bara alveg eins og er að það er eins gott að maður hafi mann í því að redda öllum þessum flugmiðum fyrir mann.

Ég fékk eiginlega hálfgert áfall við komuna til Hong Kong þar sem að það var alveg ótrúlega hreint og lítið af fólki í miðbænum. Þetta er svo allt öðruvísi en hérna í Dhaka svo það var hreinlega bara hálf undarlegt að þurfa ekki að horfa upp, niður, hægri og vinstri allt á sama tíma til að tryggja að maður detti ekki ofan í klóakið, fá byggingarefni í hausinn, skrámist af Riksha hjólum eða sé keyrðu niður af bílum. Ég kunnu því ekkert allt of vel við miðbæinn í Hong Kong með öllum skíakljúfrunum og fínu bílunum. Það var ekkert nema fínir bílar á götunum og ég hef aldrei séð svo marga BMW, Bensa, Jagúar, Porshe, Ferrari og svo framvegis á einum degi.

Hong Kong náði aðeins að hækka í áliti hjá mér þegar að við tókum lestina af megin eyjunni og út á eina af nágrannaeyjunum. Hér var aðeins meira mannlíf í gangi og venjulegar búðir opnar og fólk á götunum sem að ekki allt var á hlaupum frá einni skrifstofunni til annarar.

Auðvitað er síðan heldur ekki hægt að kvarta yfir verðinu á öllu dótinu og græjunum í Hong Kong svo tölvu- og tækjamarkaðurinn sem að við fórum á vakti mikla lukku. Mér tóks meira að segja að næla mér í nýjan Ipod svo nú á ég 80 GB Ipod Video :-)

Núna er ferðalaginu líka lokið fyrir Ronny og Morten en þeir komu heim frá Bangkok í gær. Geðveik gott að fá Ronny heim þó að þetta hafi nú bara verið fimm dagar sem að við vorum aðskilin. Svo núna vinnum við í því að bæta upp fjarverjuna og eins og maður segir á góðri dönsku þá "hygger" við. Ronny og Morten tókst nú ekki að redda vísa fyrir Morten í Bangkok enda reyndur þeir heldur ekkert svo þeir munu halda í eitthvað ferðalag innan tveggja vikna þar sem að Morten verður þá að halda úr landi.

Jæja, nóg í bil þar sem að ég þar að fara að halda fund með dönunum í vinnunni núna svo kína-hluti ferðasögunnar kemur seinna

Engin ummæli: