Ég legg það til að orðið bangla verði tekið upp í íslenskri tungu sem lýsingarorð. Það er alveg ótrúlega oft sem að ég þarf að grípa til þess að nota þetta orð því að það eru hreynlega ekki til nein orð sem að útskýra hvernig hlutirnir hérna í Bangladess ganga fyrir sig. Hvar annars staðar en hér dettur fólki til dæmis í huga að byggja sjö auka hæðir ofan á háhýsi sem að verið er að byggja. Það er heldur ekki nóg með það heldur veltir fólk því ekki mikið fyrir sér að það séu kannski góðar og gildar ástæður fyrir hæðatakmarkinu á húsinu þar sem að það stendur nokkuð nálægt flugvellinum og flugleiðinni. Annað dæmi um bangla er líka þegar að það tekur meira ein tvo klukkutíma að komast að á vegabréfaáritunarskrifstofunni og það er með því að svindla sér inn í röðina. Það er heldur ekki nóg bara að komast að því eftir að hafa svo beðið í klukkutíma í viðbót eftir að heyra nokkuð um hvað er í gangi þá er manni tjáð að þetta nenni þeir ekki að gera í dag svo maður verður að koma aftur á morgun. Manni gæti þá kannski dottið í hug að það væri vonarglæta um að maður fái þá einhvern tíma daginn eftir en nei nei sko aldeilis ekki. Þetta þýðir bara að það býður enn einn dagur með endalausum röðum eða réttara sagt troðningi og ringulreið. Þrátt fyrir þetta allt þá verður ég nú samt líka að taka það fram að bangla er oftast notað í góðlátu gríni yfir alla þá undarlegu hluti sem hægt er að upplifa hérna.
Það var verslunardagur hjá öllu heimilisfólkinu í gær. Við fórum og tvo markaði og löbbuðum um í marga tíma og skoðuðum endalaust af fötum. Þetta gekk reyndar mjög hratt fyrir sig á seinni markaðnum þar sem að við réðum okkur stelpu til að aðstoða okkur straxs við komuna. Ég mátti hafa mig alla við að halda í við stelpuna þegar að hún dróg mig frá einum básnum til þess næsta. Það var hins vegar alveg á hreinu að það var algjörlega nauðsinlegt að hafa stúlkuna með þar sem að ég hefði annars villst inn í þessum markaði og aldrei fundið nokkurn skapaðan hlut og hvað þá útganginn. Við enduðum auðvitað með ruslapok nánast fullan af fötum og herlegheitin kostuðu um 10 þús. ISK.
Ég ætlaði nú aðallega að skrifa hérna til að láta vita af mér þar sem að það er enn og aftur algjörlega ómögulegt að ná nokkru símasambandi við Ísland. Ég er búin að vera að reyna bæði í gær og í dag og það heyrast alltaf bara einhver undarleg hljóð úr símanum.
sunnudagur, febrúar 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli