fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Nýtt útlit

Ekki á mér heldur á blogginu eins og kannski einhverjir glöggir menn eða konur hafa kannski tekið eftir. Mér datt í hug að það væri kannski kominn tími til að gera heiðarlega tilraun til at lífga aðeins upp á bloggið mitt. Ekki hægt að segja að þetta séu stórar tæknilegar nýjungar sem að hafa verið kynntar til sögunnar þar sem að ég fór hreinlega bara að nota nýju útgáfuna af síðunni sem ég nota til að blogga. Ég er ekki enn komin neitt lengra með “Ruby on Rails” verkefnið sem að ég byrjaði á rétt áður en ég “skrapp” til Danmerkur í 1½ mánuð. Þetta þýðir sem sagt að ég á í rauninni engan heiður að þessu nýja útliti heldur er þetta allt að þakka einhverju kláru fólki hjá Google.

Ég get tekið heiðurinn af litavalinu og því hægt að ræða hversu gott það er og einnig lág fólkið hjá Google ekki inni með mynd af mér :)

Engin ummæli: