Þetta var hins vegar mjög skemmtilega heimsókn í dýragarðinn og það kom mér reyndar dálítið á óvart að aðbúnaður dýranna var alveg allt í lagi. Ég hélt einhvern veginn að þetta myndi vera frekar óhuggulegt að sjá en mér fannst þetta ekki vera mikið verra en í mörgum dýragörum sem að ég hef verið í. Reyndar verður það að segjast að kattadýrin sem að voru mjög mörg höfðu ekki eins mikið pláss eins og maður hefði viljað en það þýddi hins vegar að maður sá þau mjög vel. Það var líka hægt að komast mjög nálægt ljónunum, týgrisdýrunum og öllum hinum kattardýrunum og ef maður var svo vitlaust þá gat maður alveg stungið puttanum inn í búrið hjá þeim. Það var líka frekar óhuggulegt að heyra rumið í ljónynjunni með ungan þegar hún var ekki meira en einn til tvo metra í burtu. Það var að minnsta kosti alveg hægt að skynja það að þetta eru hættuleg dýr og ekki eitthvað sem að ég mundi vilja mæta úti á götu eða annars staðar.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Einungis í dag
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli