sunnudagur, febrúar 04, 2007

Einungis í dag

Þetta hefði örugglega verðir yfirskriftin á auglýsinguinni frá dýragarðinum í Dhaka ef að þeir hefðu vitað að þrjár hvítar manneskjur komu í heimsókn síðastliðin föstudag. Það var að minnsta kosti á hreynu að við vöktum jafn mikla athygli eins og flest dýrin í garðinum. Það brást ekki að ef að við nálguðumst eitt búrið þá fluttist athygli fólks frá dýrinum og til okkar. Það var meira að segja stundum að við vorum stoppuð til að fólk gæti stilt sér upp með okkur og tekið myndir og það voru líka aðrir sem reynu að gera þetta á ekki eins augljósan hátt og fengu vinina því til að stilla sér upp við hliðina á okkur og tók svo mynd af öllum flokknum. Það er kannski hægt að sjá alla þá athygli sem við fengum best á myndinni hérna þar sem hausinn á Ronny sést upp úr hópi 20-30 banglafólks.

Þetta var hins vegar mjög skemmtilega heimsókn í dýragarðinn og það kom mér reyndar dálítið á óvart að aðbúnaður dýranna var alveg allt í lagi. Ég hélt einhvern veginn að þetta myndi vera frekar óhuggulegt að sjá en mér fannst þetta ekki vera mikið verra en í mörgum dýragörum sem að ég hef verið í. Reyndar verður það að segjast að kattadýrin sem að voru mjög mörg höfðu ekki eins mikið pláss eins og maður hefði viljað en það þýddi hins vegar að maður sá þau mjög vel. Það var líka hægt að komast mjög nálægt ljónunum, týgrisdýrunum og öllum hinum kattardýrunum og ef maður var svo vitlaust þá gat maður alveg stungið puttanum inn í búrið hjá þeim. Það var líka frekar óhuggulegt að heyra rumið í ljónynjunni með ungan þegar hún var ekki meira en einn til tvo metra í burtu. Það var að minnsta kosti alveg hægt að skynja það að þetta eru hættuleg dýr og ekki eitthvað sem að ég mundi vilja mæta úti á götu eða annars staðar.

Við enduðum síðan á því að fara í Nordic Club og fá okkur að borða þar sem að Morten sem að er í heimsókn hjá okkur vildi gjarnan fá mat sem að minnti aðeins á danmörkina.

Engin ummæli: