Ég hef örugglega marg oft minnst á þetta hérna en mér finnst hreynlega skemmtilegast að hafa það á hreinu hvenær næsta ferðalag hefst eftir að einu er lokið. Það er líka ennþá skemmtilegra að spá í þessa hluti þegar að ég á enn alveg helling af sumarfrí eftir sem að ég þarf að skipuleggja hvernig ég get troðið inn fyrir fyrsta maí.
Það eru sem sagt nokkur ferðalög á dagskránni á næstunni. Eitt af því er að reyna að ferðast aðeins um Bangladess þar sem að ég verð að viðurkenna að ég hef ekki farið mikið út fyrir Dhaka síðan að ég flutti hingað. Ég hef hugmyndir um að fara að koma mér í frumskóginn og athuga hvort að ég geti ekki séð tígrisdýr. Mér hefur þó verið tjáð að það séu ekkert mjög miklar líkur á því að maður sjái tígrisdýr og ein af ástæðunum er kannski að þeir sem að sjá tígrisdýr lifa víst ekki alltaf til að segja frá því. Það er hins vegar alltaf hægt að lifa í voninni um að ég verði svo heppinn að sjá tígrísdýr frá þilfari bátsins. Þetta verður sem sagt líklega bátsferð um svæði hérna í Bangladess sem heitir Sundarban. Þetta á víst að vera einn af aðal ferðamannastöðunum í landinu enda ekki skrítið þar sem að þarna státa þeir af stærsta “mangrove” skógi í heimi þar sem að hægt er að upplifa krókudíla, höfrunga og síðan tígrísdýr auk margs fleira auðvitað.
Janni, ein vinkona úr vinnunni, er síðan að koma í heimsókn í apríl og ætlar að eiða páskunum og aðeins meira hérna hjá okkur í Dhaka. Hugmyndin er þá líka að skella sér í einhverja reisu með Janni. Þetta verður líklega borgarferð til einhverjar höfuðborgarinnar hérna í nágrenninu. Við erum ekki enn búnar að ákveða hvað það verður en margt kemur til greina eins og KL (Kuala Lumpur), Hong Kong, Singapoor, Tokyo, Manila, Taipei og svo framvegis.
Ég á því eiginlega bara eftir að finna út úr því hvað ég geri við einnar viku sumarfrí. Það væri kannski ráð að reyna að ferðast eitthvað meira um Bangladesh en það verður að koma í ljós. Ég á alveg örugglega eftir að finna eitthvað skemmtilegt að gera. Ef að svo fer að ég nenni ekki í fleiri ferðalög í bili þá er alltaf hægt að eiða viku heima og spila EQII (þó að Magga mundi þá halda að ég væri orðin geðveik ef ég gerði það á meðan að Alli mundi skilja þetta fullkomnlega)
Svo vildi ég bara að lokum óska mömmu og pabba góðs genis með flutninginn. Já, þau eru að fara að flytja í nýja húsið um helgi. Ég mundi auðvitað bjóða fram aðstoð mína ef ég væri á landinu þar sem svo heppilega hittist ekki á þá verð ég bara að styðja ykkur í anda. Ég get síðan látið mér hlakka til að koma og gista í nýju híbýlunum þegar ég kem í heimsókn í sumar.
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli