miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Moskító plága
Það er búið að vera svo geðveikt mikið af moskító flugum hjá okkur að undanförnu að við vorum alveg að verða vitlaus. Ég vaknaði stundum oft á nótt þegar að mér var farið að klæja allt of mikið undan bitnum. Það var búið að reyna að úða eitri yfir allt svefnuherbergið nánast oft á dag til að reyna að halda þessari plágu úti en ekkert gert. Við fundum hins vegar góða lausn á þessu á endanum og settum upp flugnanet yfir allt rúmið og núna sef ég sem sagt í hálfgerðri himnasæng eins og hverri prinsessu sæmir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli