mánudagur, febrúar 12, 2007

Samskiptaörðugleikar

Það er búið að vera hálfgert neiðarástand hjá mér að undanförnu bæði heimafyrir og í vinnunni. Þetta er af því að internetið er búið að vera í hálfgerðu lamasessi í marga daga og það sama er nánast hægt að segja um farsímakerfið. Mér fannst því vissara að blogga smá til að róa taugar mömmu.

Þetta ástand hefur auðvitað gert að það er búið að vera algjörlega ómögulegt að reyna að spila eitthvað á netinu. Ég hef því haft nægan tíma til að horfa á vídeó og lesa undanfarna daga. Mér tókst því loksins að klára að lesa Hobbitan og síðan er ég komin langleiðina með bókina Vegurinn til Mekka. Mjög mismunandi bækur en báðar mjög skemmtilegar. Mér finnst Vegurinn til Mekka þó skilja meira eftir enda er það ferðasaga manns um miðausturlönd. Þetta er mjög góð bók þó að hún sé orðin nokkuð gömul núna og sagan sem er sögð í bókinn er enn eldir. Þetta finnst mér reyndar vera eitt af því sem að gerir bókina enn athyglisverðari því það er gaman að lesa lýsingar ferðalangsins á því hversu miklar breitingar hafa átt sér stað í þessum hluta heimsins, eins og svo sem öðrum, á síðastliðinni öld. Það er líka held ég ekki annað en hægt að vera að minnsta kosti forvitinn um sögu manns sem byrjar kynni sín af mið-austurlöndum sem evrópskur gyðungur í Ísrael og endar sem múslimi og sendiherra Pakistan hjá Sameinuðu þjóðunum.

Engin ummæli: