mánudagur, febrúar 12, 2007

Ég er öfundsjúk

Mér fannst bara vissara að láta ykkur vita að ég er alveg geðveikt öfundsjúk út í alla þá sem að komast í bollukaffið hjá Möggu systur á fimmtudaginn.

Ég fékk tölvupóst frá henni þar sem að mér var boðið að koma í bollukaffi en þar sem að ég sé mér ekki fært að mæta og ég tel líka litlar líkur á því að ég fái nokkrar bollur í ár þá verðu ég að viðurkenna að þetta boð olli nánast þunglyndi hjá mér. Það var samt gaman að fá boðið til að geta fylgst aðeins með hvað er í gangi hjá fjölskyldunni á klakanum og því svalaði forvitninni.

Ég held að ég grípi til þess ráðs að reyna að spirna við þunglyndinu með því að athuga hvor að ég geti ekki bakað einhverjar bollur um helgina og síðan étið á mig gat.

Ef einhverjum langar að segja inn uppskrift að vatnsdeigsbollum hérna er það vel þegið þar sem að uppskriftabækurnar mínar liggja allar heima í Kaupmannahöfn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bolluuppskrift
2 dl vatn
100 gr smjörlíki
100 gr hveiti
3-4 egg

Vatnið og smjörið hitað saman að suðu hveitið sett út í og smá salt. Hrært eins og bavíani. Eggin sett eitt í einu út og áfram hrært hraustlega. Gott að gera þetta í hrærivel ef hún er til... Passa að degið verði ekki of lint. í ofninn í ca 30 mín við 200 gráður. Ekki opna ofninn fyrstu 20

Nafnlaus sagði...

Vildi bara ekki skilja þið útundan...

Kv, Magga