miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Tennis

Markmið mitt fyrir næsta tennistíma er að reyna slá engann bolta upp yfir 10m háu girðinguna. Það hefur komið í ljós í síðustu tveim tennistímum að ég er ekki alveg með tennistaktana á hreinu. Þjálfararnir í Norðurlandaklúbbnum eru að reyna að berja eitthvað að badminton töktunum úr mér en það virðist eitthvað ætla að ganga erfiðlega. Það er víst eitthvað með að maður megi ekki hreyfa úlliðinn í tennis. Þessi skortur á hæfileikum til tennisspils hefur þó ekki dregið úr móðnum svo ég er búin að panta tíma í næstu viku. Þetta þýðir hins vegar líka að ég er farinn að hreifa smá á mér rassinn. Kannski ekki neitt rosalegt að hafa farið í tvo tennistíma en þetta er auðvitað byrjunun. Það dregur þó aðeins úr hreifingunni sem ég fæ út úr þessu að ég er svona léleg til að spila. Mér tekst ekki að spila boltanum nema einu sinni eða tvisvar yfir netið áður en að ég skít honum yfir girðinguna.

Af ferðalögum er hægt að segja það að núna er verið að reyna að skipuleggja ferð til Kína. Áætlunin er líklega að reyna að fljúga í gegnum Hong Kong, stoppa þar í nokkra daga, halda síðan í Beijing og síðan verð ég víst að koma mér aftur í vinnuna á meðan að Ronny og Mortan halda ferðalaginu áfram. Drengirnir ætla líklega að stoppa aðeins í Bangkok á leiðinni aftur til Bangla-lands. Ástæðan fyrir því er nú reyndar að Morten fékk ekki vísa hérna í Bangldess svo núna verður hann að koma sér út úr landinu innan 14 daga og fá vísa í einhverju öðru landi áður en að hann getur komið aftur. Það segir kannski allra mest um ástandið hérna í Bangladess eins og er að það var ekki neinn möguleiki á því að múta nokkrum manni til að redda þessu vísa fyrir Morten. Það eru svo margar herferðir gegn spillingu í gangi hérna eins og er undir bráðabirgðastjórninni og neyðarástandsreglunum. Það er endalaust verið að handtaka fólk hérna og meira að segja fólk sem er frægt og ríkt hefur verið handtekið. Þetta er eitthvað sem alrei áður hefur átt sér stað í þessu landi og þess vegna eru allir skít hræddir eins og er við að beygja eina einustu reglu. Þetta er auðvitað mjög gott fyrir land sem að er þekkt fyrir að vera eitt af spiltustu samfélögunum í heimi.

Engin ummæli: