Jibbbíííí... bílstjórinn fær greinilega launin sín þennan mánuðinn þar sem að hann er búin að finna rafmagnshitara fyrir mig. Ég prófaði græjuna í gær og hún virkaði svona líka vel og gat ég sofið án þess að þurfa að vera klædd í kuldagalla. Ég er hins vegar mikið að velta því fyir mér hvort að ég eigi að færa skrifborðið mitt, tölvuna og sjónvarpið inn í svefnuherbergið þar sem að ég er bara með einn hitara svo það er einungis hægt að hita eitt herbergi í einu. Ég held að ég eigi eftir að sjá hvernig gengur hjá mér um helgina með þetta og þá hef ég líka tíma til að endurskipuleggja íbúðina ef þess gerist þörf.
Ég verð líka að segja að ég hef aldrei upplifað eins mikið Jetlag (veit hreinlega ekki hvað þetta heitir á íslensku) eins og núna. Ég er búin að vera við að sofna ofan á lyklaborðið hvert einasta kvöld eftir að ég kom til Dhaka svona um kl. 21 – 22. Þetta þýðir auðvita að ég vakna klukkan 3 – 4 um nóttina þar sem að ég get síðan legið í bælinu og notið þess að hlusta á morgunbænina. Ég gefst svo upp á því að reyna að sofa meira eftir að hafa velt mér í bælinu í einhverja tíma svo ég hef mjög góðan tíma núna á morgnanna áður en að ég þarf að mæta í vinnunna kl. 9. Ég held nú svo sem að þetta sé að lagast smátt og smátt þar sem að ég náði að vera aðeins lengur vakandi í gærkvöldi og síðan vaknaði ég ekki fyrr en kl. 5 í morgun.
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli