þriðjudagur, janúar 09, 2007

Mætt á svæðið

Ætla að byrja á því mikilvæga og láta alla vita að ég er komin heil á höldnu heim til mín í Dhaka. Ég hafði reyndar vit á því að hringja heim í gær til að láta mömmu vita um mig þar sem að ég fékk yfir jólin ýmsar lýsingar á því hræðslukassti sem að mamma tók einhvertíman síðatliðið sumar vegna mín. Ég vil auðvitað ekki valda svona áhyggjum aftur svo ég þarf að vera dugleg að blogga á næstunni því mamma á eftir að hafa meiri áhyggjur af mér en venjulega þangað til Ronny kemur til Bangladess og fer að passa mig fyrir hana.

Ætla að nota tækifærið á líka til að óska Hlyn til hamingju með afmælið í gær.

Engin ummæli: