Jæja, þá er víst að fara að koma tíma á það að redda jólagjöfum og nokkrum afmælisgjöfum líka. Ég var auðvitað búin að ákveða og skipuleggja algjörlega hvað átti að gerast með jólagjafir þar sem að ég ætlaði að kaupa þetta allt í Bangladess. Sú áætlun fór hins vegar algjörlega út um þúfur þar sem að ég allt í einu var kölluð til Danmerkur og hafði engan tíma til að ná að versla áður en að ég lagði í leiðangurinn. Ég þarf þess vegna núna um helgina að skella mér í jólagjafaverslunar örtröðina í einhverri verslunarmiðstöðinni hérna í Köben svo ég geti lokið þessum innkaupum af. Þetta á nú örugglega líka eftir að vera allt í lagi þar sem að það er þónokkuð mikið meiri jólastemming yfir versluninni hérna í Danmörkinni en í Bangla-landi. Ég fór aðeins niður í bæ á miðvikudagskvölið og gat þó séð smá af jólaskrautinu og öllu því sem prýðir miðbæinn. Það var reyndar fótboltaleikur hérna í Köben það kvöldið svo bærinn var fullur af skoskum fótboltabullum sem ultu um göturnar á leið á völlinn, ekki mjög mikil jólastemming yfir því. Ég er hins vegar að fara út á lífið í bænum í kvöld svo þá get ég vonandi kíkt aðeins meira á jólaskraut og ljós.
Annars er bara farið að styttast í Íslandsferð og mig farið að hlakka dálítið til. Það verður geðveikt gott að komast heim og hitta fjölskylduna og vinina og næla sér í dálítið af góðu íslensku nammi og mat :)
föstudagur, desember 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli