laugardagur, nóvember 25, 2006

Í Danmörkinni

Datt í hug að það væri kannski betst að segja fólki að ég er sem sagt í Köben eins og er og verð hér að minnsta kosti út vikuna. Það hefur enginn tími verið í vikunni til að skrifa um hvað hefur verið í gangi enda var það ekki á hreinu að ég færi til Danmerkur fyrr en seinnipartinn á fimtudag og ég hélt af stað fra Dhaka um hádegi á föstudag.

Ætla að reyna að rissa upp hérna hvernig þetta gekk fyrir sig:
Fimtudagur fyrir rúmri viku: tala við einn úr vinnunni sem er að vinna hérna í Danmörku og hann var alveg að drukna í verkefnum og vildi fá mig til Danmerkur til að hjálpa. Hann ætlar að láta mig vita á föstudaginn fyrir rúmri viku hvort ég eigi að gera ráðstafanir fyrir ferð til Danmerkur.
Föstudagur fyrir rúmri viku: Heyri ekkert frá vinnufélaganum og veit því ekki neitt um hvort ég á að fara að kaupa flugmiða eða ekki.
Sunnudagur: Fæ póst fra vinnufélaganum þar sem að hann segir mér að ég eigi að redda flugi til Danmerkur til að koma og hjálpa honum í eina viku í vinnunni. Eiði restinni af deginum í að reyna að útskýra fyrir Iqbal, sem kaupir flugmiða fyrir mig, að hann eigi að flyta jólamiðan hans Ronny svo við gætum ferðast sama dag og að mig vantaði auka miða, þ.e.a.s. að hann ætti ekki að breyta jólamiðanum mínum heldur redda mér einum miða í viðbót.
Mánudagur: Reyni að skipuleggja og leggja áætlanir fyrir þá 9 sem að eru í hópnum mínum. Þar að gera skipulag fyrir þá allt fram yfir jólafrí því kannski þar ég að vinna í Danmökru í meira en viku og þá er ekki tími fyrir mig að komast aftur til Dhaka áður en jólafríið byrjar.
Þriðjudagur: Lea, vinkona mín úr skólanum sem vinnur nú hjá Groupcare, kemur í heimsókn til Dhaka. Ég tek auðvitað á móti henni og um kvöldið kemur hún í heimsókn og fær ekta Bangladesískan mat og við spilum smá billjard.
Miðvikudagur: ófremdarástand kemur upp. Ég fer aðeins að athuga með danskar skattareglur þar sem fyrirspurn mín til Groupcare endurskoðandans hefur ekki verið svarað. Ég kemst að því að samkvæmt þessum skattareglum þá þarf ég að fara að borga danskan skatt ef ég fer til Danmerkur og vinn í bara nokkra daga. Alveg típiskt að skatturinn sé að valda vandræðum. Hringi í óðagoti til Danmerkur og segi þeim í vinnunni að þeir þurfti að fá endurskoðandan til að svara mér svo að þetta sé á hreynu. Allir býða spentir eftir svar frá endurskoðandanum og ég held áfram að hringja á klukkutíma fersti í ferðaskipuleggjandan sem enn ekki er búin að ganga frá flugmiðunum fyrir mig og Ronny. Seinnipartinn hringir svo Robin, einn úr hópnum mínum sem að hafði misst bróðir sinn fyrr í vikunni. Hann spyr hvort að ég geti ekki komið í heimsókn til hans, og þar með fjölskyldu hans, þar sem sonur bróðursins sem lést hafi heyrt um mig og vildi ólmur hitta mig. Ég gat auðvitað ekki sagt nei og fór því strax eftir vinnu í heimsókn. Á meðan heimsókninni stendur hringir Ali, yfirmaðurinn í Dhaka, og spyr hvor ég geti ekki eftir heimsóknina komið aftur á skrifstofuna og tekið hann og Leu í smá skoðunarferð. Eftir að Ali hringir aftur þar sem hann er farin að undrast um mig held ég frá Robin og í stutta skoðunarferð um borgina.
Fimmtudagur: Enn hefur ekkert heyrst frá endurskoðandanum og ég byrja geng því út frá því í vinnunni að ég muni halda til Danmerkur og held fundi með öllum sem að þurfa að fá einhverjar upplýsingar og verkefni frá mér áður en ég held af stað. Um eftirmiðdaginn heyrist frá endurskoðandanum að það sé hægt að redda þessu með skattin svo ég get sem sagt þá endanlega sagt öllum í vinnunni hvernig málin standa. Allur undurbúningurinn því ekki til einskins. Ég hringi nú, aðsins pirruð, í ferðaskipuleggjandan og segi honum að nú sé ekki hægt fyrir hann að tefja þetta lengur þar sem að mig vantar miðan sem að ég þarf að notu á morgun til að komast til Danmerkur. Hann lofar að koma með miðana heim um kvöldið og ég verð auðvitað að treysta því. Eftir að ég loksins kemst heim úr vinnunni þá er auðvitað ekki seinna vænna en að fara að pakka en þar sem það er ekki víst að ég komist aftur til Bangladesh fyrir jólafrí þá þurfti ég líka að keyra um bæinn og versla smá.
Föstudagur (í gær): Sem betur fer allt klappað og klárt og ekkert eftir nema að vera skutlað á flugvöllinn og skrá sig í flug til að komast áleiðis til Danmerkur.
Laugardagur: Komst sem sagt á endanum til Danmerkur og sit núna fyrir framan tölvuna og reyni að halda mér vakandi enda best að reyna að jafna sig á þessari ferðaþreytu strax og snú sólahringnum við.

Vinnan tekur svo við á mánudaginn og vonandi veit ég að minnsta kosti um miðja vikuna hvort að ég mun halda aftur til Bangladess á næstu helgi eða ei.

Engin ummæli: