Var rétt í þessu að kaupa flugmiða til Íslands svo að ég geti haldið jól með fjölskyldunni. Eftir miklar umræður við "stjóran" í vinnunni er það sem sagt komið á hreint að ég kem til Íslands 21. desember og held af landi brott aftur 4. janúar.
Ég vonast til að geta hitt fjölskyldu og vini á þessum tíma þó að þetta sé aðeins styttra jólafrí en ég hafði vonast til. Ég verð bara að taka mig saman og nýta tíman sem ég hef betur og njóta þess en meira en vanalega að vera heima.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli