fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Herstjórn

Eftir svo fyrirsögn er víst best að ég byrja á því að bjarga geðheilsu fjölskyldu minnar er með því að taka fram ég hef það gott og hef ekki orðið mikið vör við það undarlega ástand sem að ríkir hérna í landinu eins og er.

Eins og kannski einhver ykkar hafa orðið vör við í fréttum þá var ástandið hérna í Bangladess ekki svo gott um síðust helgi. Mótmælaaðgerðir út um allt land, átök milli lögreglu og stjórnarandstöðunnar og fleira í þessum dúr. Ég varð nú ekki mikið vör við þetta enda hélt ég mig að mestu heima við í öryggi vaktaði húsins og hverfisins.

Þetta virtist síðan á einhvern underlegan hátt að mestu ganga niður síðastliðin mánudag og þá tók tímabundin stjórn við taumunum. Deilan hefur einmitt snúist um það hver eigi að stýra og sitja í þessari tímabundnu “hlutlausu” stjórn sem á að sjá um að kosningarnar sem að eiga að fara fram í janúar verði sangjarnar og að ekkert svindl verði í gangi. Ég helt auðvitað í sakleysi mínu að ríkisstjórnin og stjórnarandstaan hafi náð samkomulagi um þessa stjórn. Ég fékk hins vegar að frétta það þegar að ég kom í vinnunna að það hafi alls ekki verið raunin. Þetta gekk víst þannig fyrir sig að þegar að orðrómur fór að berast um að herinn væri að fara að hugsa sér til hreyfings þar sem að landið var í uppnámi hvort sem var taldi stjórnarandstaðan það nú best að draga í land. Þeir töldu það sem sagt að minnsta kosti betri kost gefa hinni ekki svo hlutlausu “hlutlausu” stjórn möguleika og hafa kosningar í sjónmáli innan ekki alls of lengi í staðin fyrir að þurfa að lifa með herstjórn í marga mánuði ef ekki nokkur ár. Við hérna í Bangladess sluppum sem sagt með skrekkin í þetta skiptið. Það er hins vegar aldrei að vita hvernær að heilladísirnar snúa baki við okkur. Einn í vinnunni taldi að minnsta kosti 50% líkurnar á því að herstjórn kæmi til valda hér í landinu fyrir lok ársins.

Svona á endanum er líka hægt að geta þess að ég er svo heppin að fá að vera í lista danska sendiráðsins yfir fólk sem að þeir bera ábyrgð á hérna í landinu. Það er ágætt að vita af því að ef að dönunum finnst ástæða til að flýja landið þá taka þeir mig líklega með. Maður verður víst að treysta á frændurnar þar sem íslenska utanríkisþjónustan veit varla hvað Bangladess er hvað þá hvar það er í heiminum eða hvernig ástandið er hérna.

Engin ummæli: