þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Einn drepst er lögreglubíll plægir í gegnum mótmælendur (One killed as speeding police van plouges through rally)

Þetta er fyrirsögnin í einu dagblaðinu í dag og lýsir ástandinu í landinu eins og er bara nokkuð vel. Það er þónokkuð mikil upplausn hérna eins og er að það væri hægt að veðja um það í vinnunni hversu margir af starfsmönnunum komast til vinnu hvern dag. Það er að minnsta kosti á hreinu að á hverjum degi er einhver sem að hreinlega bara ekki kemst leiðar sinnar þar sem að einhverjir mótmælendur hafa stoppað alla umferð í þessu eða hinu hverfinu. Sem betur fer gerist það hins vegar ekki í hverfinu þar sem ég bý þar sem að allir eru með það á hreinu að allir útlendingarnir og ríka fólkið á að vera látið í friði.

Ég er auðvitað mjög sátt við þetta og kvart ekki, að minnsta kosti ekki mikið. Þetta er auðvita allt gott og blessað en fólkið gleymir því hins vegar að ef að nauðsynjavörur ekki ná til borgarinnar þá fer nú ástandið að vera ansi bágborið, líka fyrir útlendingana og ríka fólkið. Það er sem sagt strax eftir tveggja daga mótmælaaðgerðir farið að bera á vöruskorti í Dhaka. Mótmælaaðgerðir þessar fela nefnilega meðal annars í sér að allar hafnir og stærri flutningsleiðir eru lokaðar og það er að minnsta kosti alveg á hreinu að engar innfluttar vörur eiga eftir að berast til borgarinnar á næstu dögum. Heppin er ég að ég á heilan pakka af kornflexi í eldhússkápnum og túrtappa fyrir næstu mánuðina.

Já, þetta með túrtappana. Mér hefði aldrei dottið í hug að það gæti verið eitthvað vandamál að nálgast túrtappa en þetta er greinilega ekkert sem er á hverju strái hérna í Dhaka. Í fyrsta lagi er hægt að fá túrtappa í nákvæmlega tveimur búðum í ríkramanna/útlendinga hverfinu og það er líka hægt að fá nákvæmlega eina tegund (auðvitað sömu tegundina í báðum búðum :) Það er ekkert hérna með litla, meðal og stóra tappa, always eða lotus eða hvað þetta nú allt heitir. Gerir innkaupin svo sem þeim mun auðveldari og líklega á ég bara að ver sæl yfir því að geta yfir höfðu nálgast túrtappa í þessu landi. Málið er hins vegar ekki alltaf hægt að fá túrtappana, það virðist vera sem að þetta sé næstum því sérpantað og einungis keypt inn þegar byrgðirnar klárast og nýr viðskiptavinur fer að spyrjast fyrir um þetta. Það er þó einungis unnin hálfur sigur eftir að túrtapparnir eru pantaðir því það er aldrei að vita hveru langan tíma tekur áður en að þeir koma í búðina. Þjónustustúlkan mín hefur hins vegar stjórn á þessu og hún kaupir allan lagerinn af túrtöppum þegar hægt er að ná í þessa lúxusvöru sem að túrtappar jú eru.

Engin ummæli: