sunnudagur, október 29, 2006

Nepal, hluti III

Það var líka mjög gaman að njóta siðmenningarinnar í Pokhara sem er á mjög háu stigi samanborið við Dhaka. Þetta er svo sem líka ferðamannastaður svo fólk þarna er vant fólki af öllum stærðum, litum og gerðum. Það var þess vegna ekki endalaust starað á mann á göngu um göturnar, hægt var að stoppa og kíkja í búðarglugga án þessa að valda umferðaröngþveiti og það var ekki halarófa af krökkum á eftir mér hvert sem að ég fór. Sem sagt bara hægt að njóta lífsins í rólegheitum og gera hvað sem að manni langaði til.

Þetta fól í sér að róa um Phewa vatnið, labba um bæinn og virða fyrir sér mannlífið, kíkja í búðarglugga og borða góðan mat á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Besti rétturinn var án efa Chili kjúklingur sem að er Nepalskur réttur sem að hægt var að fá nánast hvar sem var og alltaf bragðaðist jafn vel. Pastað á veitingastaðnum Once upon time var líka alveg frábært. Kvöldstundnum var síðan eitt á Moondance staðnum þar sem að hægt var að sitja og sötra öl og spila backgammon og skák.

Það hittist vel á með tímasetningu til að vera í Nepal. Ein helsta trúarhátíð Hindúa átti sér stað á meðan að við vorum í Nepal. Þetta einkendis svo sem mest af því að í fjóra daga það var kveikt á kertum allsstaðar og svo gengu börnin um götur bæjarins og sungu og dönsuðu og fengu pengin fyrir. Þetta minnti mig dálítið á íslenska öskudaginn þar sem börn ganga á milli húsa og syngja fyrir eitthvað góðgæti. Börnin í bænum fengu peninga frá hinums fjölmörgu veitingahúsum og verslunum í bænum en það var auðvitað ekki hægt að segja það sama um börnin fyrir utan bæjinn. Á einni göngu okkar upp eina af hæðunum fyrir utan bæinn mættum við á göngunni krakkahóp sem að söng og dansaði til að fá smá pening frá þeim sem að voru á ferð. Þar sem að það leit ekki út fyrir að það væri margir á ferð um þessar slóðir ákváðum við að vera örlát og gefa krökkunum 100 Nepalskar rúpíur (umkring 100 íslenskar krónur). Þetta vakti heilmikla lukku hjá krakkahópnum og þau fögnuðu gríðarlega þegar að þau áttuðu sig á því að þetta væru 100 NR sem að við vorum að gefa þeim. Það var því auðvitað nauðsinlegt fyrir þau öll að taka í hendurnar á okkur og þakka okkur sérstaklega fyrir þessa rausnarsemi. Það var yndislegt að hafa kætt þessi börn svo mikið og það á lengi eftir að lifa í minningunni gleðin sem skein út úr andlitnum þeirra.

Það má líka geta þess að það eru komnar myndir inn á myndaalbúmið þó að ég sé ekki enn búin að skrifa skíringar við þær.

Engin ummæli: