sunnudagur, október 29, 2006

Nepal, hluti II

Það var dásamlegt að vakna í þessu hótelherbergi sem að við vorum í. Það sem blasti við þegar ég opnaði augun var Himalaia fjallgarðurinn með Annapurna og Fishtail tindana. Alveg frábær sýn og þegar að ég sá þetta skildi ég fyrst hvers vegna fólk hafi löngun til að klífa þessi fjöll og sigrast á þeim. Það var líka ekkert vandamál að eiða megninu af morgninum úti á svölum hótelherbergisins til að njóta útsýnisins. Það var líka alveg nauðsynlegt að nýta tækifærið meðan að heiðskýrt var snemma morguns því þegar fór að líða á daginn og hitna þá mynduðust skí yfir fjallgarðinum. Þessi sýn hefur líka vakið löngun mína til að komast nær þessu fjöllum og þar sem að það var ekki nægur tími í þessari ferð til að ganga nær þá var hugmyndin að leigja þyrlu til að komast í Annapura basecamp. Það var hins vegar ekki mögulegt að fá þyrlu í Pokhara þessa vikuna sem að ég var þarna svo ekkert varð úr þessari hugdettu. Ég er því farin að sjá fram á það að ég þurfi að fara að koma mér í form svo að ég geti farið í þriggja vikna göngu í kringum Annapurna. Ég varð nú örugglega hins vegar að sætta mig við að það verður ekki alveg í bráð sem að ég get lagt í svo langan leiðangur. Það á örugglega eftir að taka mig þónokkurn tíma að koma mér í form þar sem að ég hef ekki hreift legg né lið í marga mánuði.

Tímanum í Nepal í þetta skiptið var sem sagt eitt í Pokhara og aðeins farið í stuttar gönguferðir til að komast upp á nokkrar hæðir í nágrenni Pokhara þar sem hægt var að njóta enn betra og meira útsýnis yfir Himalaia fjöllin en frá svölum hótelherbergisins. Mótorhjól var leigt til að keyra á milli hæðanna og um bæinn sem að leit mjög lítill út í byrjun en ég komst síðan að seinna rúmar fleiri manneskjur en allt Ísland. Það er svo sem það sama og með nánast allt í Asíu, ef að það er meira en bara þyrping húsa þá búa þar að minnsta kosti fleiri en á öllu Íslandi. Þetta getur hins vegar oft leitt til ansi skemmtilegra samræðna við innfædda. Það er oft mjög gaman að geta sagst vera frá Íslandi og þurfa síðan að veita allar upplýsingar um land og þjóð þar sem að þeir innfæddu hafa aldrei áður hitt íslending.

Engin ummæli: