Fólk hérna í Bangladess er að springa úr stolti eins og er. Ástæðan er auðvitað sú að friðarverðlaunarhafi Nóbels í ár er maður frá Bangladess.
Ég hef lesið smá um þennan banka sem að hann stofnaði fyrir þó nokkrum árum síðan og sem að hefur það að markmiði að lána aðallega til fátækra og einkum kvenna. Það er svo sem gagnrýni á þessa stofnun eins og svo sem flest allt sem að er árangursríkt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að tölurnar frá bankanum séu nokkuð fegraðar og byggðar á mjög litlum gögnum. Ég get nú ekkert sagt um það en að minnsta kosti hlítur þessi maður og bankinn að hafa gert eitthvað gott þar sem að allir hérna í Bangladess þekja bankann og eru geðveikt stoltir af þessum verðlaunum.
Þetta er líka mjög gott fyrir land eins og Bangladess sem nánast aldrei kemst í heimsfréttirnar nema þá vegna mótmælaaðgerða, mannskæðra ferjuslysa eða flóða.
laugardagur, október 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli