Það er ekki svo mikið að frétta héðan frá Bangladess eins og er. Bara búin að vera að reyna að fá öll smáatriðin í sambandi við ferðina til Nepal á hreynt og í dag tóks að minnsta kosti að fá flugmiða. Það er samt sagt alveg á hreinu núna að ég held til Nepal á föstudaginn þó að ég hafi enn ekki fundið neinn stað til að sofa. Þetta reddast nú samt alveg örugglega og síðan verður það alveg örugglega ævintýri að koma sér frá Khatmandu til Pokhara. Það er nefnilega ætlunin að vera í Pokhara mest alla vikuna og vonast til að það verði ágætt veður svo að það verði hægt að sjá fjallaútsýni.
Ég ætlaði nú svo sem líka bara að skrifa núna til að láta vita af mér áður en að ég held af stað til Nepal og láta vita að ég skrifa nú örugglega ekki mikið fyrr en eftir að ég kem heim frá Nepal eftir rúma viku.
fimmtudagur, október 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli