Það virðist vera endalaus straumur af gestum frá Danmörku hérna hjá okkur í PyxisNet, tvær konur búnar að koma á tveimur vikur og ekki á sama tíma :) Enda mundi það auðvitað krefjast of mikils skipulags af blessuðum dönunum.
Þetta hentar mér svo sem mjög vel þar sem ég er búin að vera að reyna að sparka í afturendan á sjálfri mér og fara að skoða eitthvað smá af þessu landi sem að ég bý í. Ég fór því með Tinu fyrir viku í skoðunarferð um Dhaka þar sem að við sáum alla helstu staðina og síðan í dag fór ég med Tanja í aðra ferð. Við fórum niður á höfn (aftur - var líka þar fyrir viku) og löbbuðum síðan um gamla bæinn. Eftir það heldum við hins vegar út fyrir borgina. Við keyrðum, eða réttara sagt bílstjórinn keyrði, til Sonargaon. Þessi bær sem að liggur ekki mjög langt frá Dhaka er fyrsta höfuðborg Bangladess. Það voru nokkrar mjög flottar gamlar byggingar á þessu svæði en þær voru auðvitað í algjöri niðurnísl. Það var samt mjög gaman að sjá þetta en það besta við ferðina var hins vegar að komast út úr borginni. Að komast aðeins út úr öllu mannhafinu og geta labbað um með aðeins tvo krakkagrislinga í eftirdragi í staðin fyrir 15-20 manna hóp. Ég og Tanja lentum í því á labbi okkur um gamla bæinn þar sem að göturnar eru þröngar og smáar að valda umferðaröngþveiti og það oftar en einu sinni. Við komumst sem sagt fljótt að því að það var nánast ómögulegt fyrir okkur að stoppa á göngu okkar því þá stoppuðu líka allar 20 manneskjurnar sem að fylgdu á eftir okkur og fylltu hreinlega alla götuna svo Ricksah stjórarnir fór allir að hringja hjólabjöllunum sínum.
Mætti líka nefna það að ég fékk að prófa að hjóla á Ricksah í dag. Mig hefur svo sem langað að prófa þetta lengi en ekki alveg þorað að gera þetta hérna inn í borginni þar sem að ég mundi örugglega verða keyrð niður "med det samme" af næstu Ricksah eða bíl. Þetta var hins vegar ekkert vandamál í sveitinni. Svo eftir miklar handabendingar og leiktilþrif tóks mér að sannfæra Ricksah stjóran einn um að ég kynni að hjóla og það væri óhætt að leifa mér að prófa að knýja Ricksah. Mér tóks líka með erfiðum að koma Riksha hjólinu aðeins áfram, meira að segja án þess að velta. Ricksah stjórinn var nú samt greinilega ekki alveg að treysta mér fyrir þessu farartæki svo hann hljóp við hliðina á mér allan tíman og hélt í hjólið, bara svona til að vera viss.
laugardagur, október 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli