sunnudagur, október 29, 2006

Biman, hluti II

Auðvitað var ekki við öðru að búast en að ferðin til baka frá Kathmandu til Dhaka gæti orðið jafn viðburðarík og ferðin til Kathmandu. Það verður þó að segjast að þetta gekk þónokkuð betur og kannski vegna þess að vegna tengiflugsins frá Pokhara til Kathmandu voru við mætt snemma á flugvöllin. Það hafa líklega bara verið einhverjir aðrir sem að urðu að lifa með því að vera skildir eftir þennan daginn.

Ég hafði hins vegar vonast til að það yrðu færri litlir farþegar með í þessari ferð en þeirri síðust. Litlir farþegar hjá Biman eru ekki börn heldur öll skorðkvikindin af öllum stærðum og gerðum sem að greinilega fá að ferðast um heiminn ókeypist með þessu flugfélagi. Mér varð hins vegar ekki að ósk minni og ég átt í nokkrum erfiðleikum með að halda kirru fyrir í sætinu mína þegar að kakkalakkar og önnur skoðrkvikindi voru á hlaupum á sætisbakinu fyrir framan mig. Bangladessarnir sem að sátu hinu meginn við gangin horfðu hins vegar dálítið undrandi á mig enda eru flestir þeirra vanari þessum kvikindum og kippa sér ekki mikið upp við að hafa þetta hlaupandi út um allt. Ég held nú að ég eigi eftir að reyna að forðast það að ferðast með þessu flugfélagi í framtíðinni þar sem að ég kann betur við að fá matinn sem á að vera heitur heitan, gosið sem á að vera kalt kalt og síðast en ekki síst sita eina að matnum mínum og ekki deila honum með fjöldan öllum að skorðkvikindum.

Engin ummæli: