laugardagur, október 28, 2006

Biman (Bangladesh Airlines), hluti I

Þessi saga um Biman á örugglega eftir að vera í fleir en einum hluta þar sem að það er frá ótrúlega mörgu að segja um þetta blessaða flugfélag.

Þó að ég hafi verið undir það búin að ferðalagið til Nepal yrði ævintýri þá bjóst ég ekki við að það mundi hefjast fyrr en að ég væri komin til Nepal. Ég hefði nú svo sem átt að búast við ýmsu miðað við allar sögurnar og aðvarirnar sem ég var búin að heyra í sambandi við Biman flugfélagið. Biman er sem sagt í Bangladess eins og IcelandAir er á Íslandi nema hvað standardinn er greinilega þónokkuð lægri á flugfélögum hérna í Bangladess eins og svo sem svo mörgu öðru.

Ævintýrið hófst sem sagt hérna á flugvellinum í Dhaka þar sem að okkur var tjáð það að flugvélin væri yfirbókuð og við kæmumst því ekki með. Það undarlega var hins vegar að síðan gerðist ekkert meira og við byðum í að minnsta kosti klukkutíma við innritunarborðið til að reyna að fá frekari upplýsingar en ekkert gerðist. Undarlegast þjónusta sem að ég hef nokkurntíman upplifað og það var alveg ótrúlegt að sjá í hversu góðir æfingu fólkið við innritunarborðið var í að hunsa viðskiptavinina algjörlega. Á endanum gáfumst við nú upp á þessu og héldum til vagtstjóra Biman á flugvéllinum til að athuga hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir okkur þar. Við mættum aðeins öðru viðmóti þar og þó að við værum alveg á nippinu að gefast upp á þessi flugfélagi og labba út þá tókst vaktstjóranum á endanum að sanfæra okkur um að hann mundi geta tryggt okkur sæti í vélinn sem færi næsta dag. Við ákváðum því að slá til að sjá hvað gerðist daginn eftir. Sem betur fer fyrir alla aðila þá gekk allt snuðrulaust fyrir sig daginn eftir að vélin fór meira að segja í loftið á næstum því réttum tíma sem að mér skilst að sé hreint ótrúlegt arfrek fyrir þetta flugfélag.

Þetta endaði sem sagt allt vel og við komumst að lokum heil á höldnu til Nepal með einungis eins dags seinkun. Eins og orðtakið segir þá er fall fararheill og það var að minnsta kosti tilfellið í þessari ferð.

Engin ummæli: