miðvikudagur, september 27, 2006

Lyf – ekki vandamálið

Ég fékk blöðrubólgu í fyrradag og það er svo sem ekki frásögu færandi nema af því að ég hafði engin lyf með mér frá Danmörku í þetta skiftið. Ég sá því fram á að þurfa að fara að heimsækja lækni hérna í Bangladess til að næla mér í einhver alminnileg lyf. Tilhugsunin var nú svo sem ekkert mjög spennandi en ég er tilbúin til að leggja mikið á mig til að losna við blöðrubólguna. Mér fannst það nú samt best að byrjaði á því að spyrja ráða hjá fólkinu í vinnunni til að finna út úr hvað ég ætti að gera. Það horfði dáltíð undarlega á mig þegar að ég spurði hvar ég ætti að fara til læknis til að fá uppáskrfuð þessi lyf. Þetta var af því að fólkið var ekkert að skilja í því af hverju ég þyrfti að fara til læknis til að fá lyf og var mér sagt að senda bara bílstjóran í apótek til að finna þetta fyrir mig. Ég tók við þessum ráðum með þökkum og sendi bílstjóran af stað og viti menn eftir korter kom hann aftur með lyf handa mér. Það er greinilega með þetta eins og svo margt annað hérna að ríkið og aðrir eru ekkert að skifta sér allt of mikið að því hvað fólk gerir svo ef fólk vill borða sýklalyf í tíma og ótíma af hverju ætti þá að stoppa það. Ekki skrítið að það spretta upp bakteríur sem að eru ónæmar fyrir öllum lyfjum.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að blöðrubólgan er horfin.

Engin ummæli: