miðvikudagur, september 27, 2006

Iftar

Þessi erfiðið mánuður fyrir fólk hérna í Bangladess byrjaði í gær. Þó að ég láti mér auðvitað ekki detta í hug að taka þátt í þessari föstun þá fæ ég samt tækifæri til að fylgjast með þessu. Í gær fékk í því fyrsta tækifæri mitt til að njóta fyrstu Iftar máltíðar minnar. Þetta er sú máltíð sem að fólk tekur til að hætta föstunni um kvöldið. Ég var enn á skrifstofunni þegar að þessi tími kom og þá söfnuðust allir sem voru hérna saman í kaffiteríunni og sátu með hver sinn disk með mat á fyrir framan sig. Það var síðan bara beðið eftir því að klukkan yrði nákvæmlega 17:57 og svo var ráðist á matinn. Þetta var svo sem ekki eins slæmt eins og ég helt að þetta mundi vera. Ég hafði búist við að fólk sæti bara og skóflaði í sig mat og æti svo mikið að það þyrfti að bera það út á eftir en það var ekki alveg tilfellið.

Ég hef hins vegar auðvitað undrað mig mikið á því af hverju fólk hérna tekur þátt í þessu þar sem að ég sé þetta auðvitað sem algjöra kvöl og pínu. Ég hafði því ímyndað mér að allir mundu gera allt sem að hægt væri til að sleppa við að fasta. Þetta er hins vegar auðvitað “rangur misskilningur hjá mér”. Ég var einmitt að spyrja eina hérna í vinnunni sem að er með barn á brjósti hvor að hún mætti ekki sleppa þessu. Það var víst ekkert vandamál fyrir hana en hún ætlaði hins vegar auðvitað að taka þátt í þessu með að fasta og ekki einu sinni dreka vatn yfir daginn. Ég hef líka heyrt af öðru fólki sem að ekki getur fastað af einhverji ástæðu en það mundi mjög gjarnan vilja gera það ef að það gæti. Ég fékk hins vegar aðeins meira skilning fyrir þessu í gær yfir Iftar máltíðinni. Þar voru nokrir sem að taka þátt í þessu að fasta sem að eru ekki sérlega trúaðir. Mundi sennilega kallast að vera jafn trúaðir eins og ég og meiri hlutinn af Íslendingum er, þ.e.a.s. ekki mjög trúaðir. Það eru hins vegar mjög margar menningarlegar ástæður fyrir því að fólk tekur þátt í þessari föstu þrátt fyrir það. Þetta er venja auðvitað og síðan er líka hópþrýstingur frá flestum í samfélaginu og fjölskyldu að taka þátt í þessu.

Ég verð nú líka að segja að mér finnst alveg ótrúlegt hversu lítil áhrif þetta hefur á fólk hérna í vinnunni. Það gæti aðeins á að fólk væri orðið dálítið orkulaust þegar að það fór að líða á eftirmiðdaginn en annars var þetta bara eins og hver annar dagur.

Engin ummæli: