Kannski er ég búin að nefna það áður að í lok október er planið að skella sér til Nepal. Ekki það að svona ferð krefjist mikils skipulags en það þarf nú samt að redda flugmiðum og hóteli og svona þessu nauðsynlegasta. Þess vegna hringdi ég auðvitað í ferðaskipuleggjandan minn. Það hefur hins vegar eitthvað gengið hægt hjá honum að kíkja á þetta svo ég er farin að óttast það að ég þurfti hreinilega að fara að redda þessu sjálf. Þetta er auðvitað algjört hneiklsi hérna í Bangla-landi þar sem að maður hefur fólk til að gera allt fyrir sig. Jæja, það verður meira um ferð til Nepal þegar að ég er búin að finna út úr því að skipuleggja þetta. Kannski rétta að nefna það að við ætlum að nýta okkur frívikuna sem að við fáum eftir tvær vikur þegar að Ramadan endar og stærsta hátíð Múslima er haldin, það er Eid sem eru "jól" múslima.
Það er annars geðveikt langt síðan að ég skrifaði síðast sé ég núna þegar ég kíki á bloggið. Auðvitað engin afsökun fyrir því, bara búið að vera lítið fyrir mig að skrifa um finnst mér. Búið að vera mikið að gera í vinnunni og svo var Tina frá Groupcare líka í heimsókn hérna í Bangladess svo ég eiddi tíma með henni eftir vinnu. Við fórum í skoðunarferð í dag. Bílstjórinn, Ruhul, keyrði auðvitað og fór með okkur á nokkra þekta staði hérna í Dhaka. Við sáum hluta af gamla bænum, höfnina, þinghúsið, einn af þektustu mörkuðunum sem við svo bárum saman við nýjustu 8 hæða verslunarmiðstöðina í borginni. Við enduðum auðvitað með minnsta kosti 10-20 krakka hlaupandi á eftir okkur á öllum þessum stöðum svo stundum var það því nauðsynlegt að berjast út úr hópnum til að komast eitthvað áleiðis og aftur að bílnum.
Talandi um bílinn þá er er nú þegar búið að skipuleggja næstu stóru viðgerð eftir að Ramadan er búin. Umferðinn hérna er alveg hræðileg núna á þessum tíma þar sem að fólk borðar auðvitað ekkert allan daginn og einbeitingin og óþolimæðin eftir því. Það er því algjört öngþveiti hérna á götunum milli 16-18 þar sem að allir hreynlega eru að drífa sig heim til að geta borðað Iftar kl. 18. Við reyndum sem sagt að keyra heim úr vinnunni kl. 16 tvo daga til að komast heim snemma. Þar sem að það var hins vegar keyrt utan í bílinn báða dagana þá var vinnutímanum snarlega breytt. Svo núna mætum við seint og förum heim seint og sem betur fer hafa engar fleiri rispur komið í bílinn.
föstudagur, október 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli