Ég held að það sé að minnsta kosti ekki hægt að kalla það annað þegar að ég ákveð að keyra um götur Dhaka. Ég held hreynlega að guðirnir hafi vakað yfir öllum vegfarendum í Dhaka í dag á meðan að ég ferðaðist í og úr vinnunni. Nú ætti ég kannski að reyna að róa taugar móður minnar með því að staðfesta það að ég komst líka heil á höldnu úr ökuferðinni og það gerði bíllinn líka sem að mér fannst nú ótrúlegast. Þið eruð núna kannski farin að undra ykkur á því hvað bílstjórinn hafi verið að baksa í dag þar sem að hann var auðvita ekki í vinnunni. Hann hafði svo sem góða afsökun þannir er nefnilega að ástandið hérna í Bangladess er dálítið undarlegt eins og er.
Leifið mér að útskýra þetta nánar. Það eiga nefnilega að eiga sér stað kosningar í landinu í byrjun næsta árs. Það er hins vegar komið að því núna að það á að útnefna það fólk sem á að fara með völd í landinu frá miðjum næsta mánuði og fram til kosninga. Þetta á víst að tryggja réttlátar kostningar en vandamálið er hins vegar að þingið þarf að koma sér saman um hverjir þetta eru sem að eiga að skipa þessa bráðabirgðastjórn. Það er greinilega ekkert auðvelt fyrir fólk hérna að verða sammála um neitt því allir saka alla um að vera spilltir. Það kaldhæðnislega er svo sem líka að það er örugglega rétt í 90% tilfella. Bangladess er jú stoltur handhafi þess titils að vera mest spillta land í heim fimmta árið í röð. Jæja, en það er önnur saga. Það sem að olli því hins vegar að bílstjórinn ekki komst til vinnu í dag var að það var verkfall hérna í Dhaka og í því samhengi má kannski nefna það að í gær voru vegirnir inn og út úr borginni lokaðir af einhveri undarlegri ástæðu. Þetta verkfall olli því sem sagt að bílstjórinn hafði engin tök á því að redda sér ferðamáta í vinnuna eins og svo margir aðrir svo sem. Ég læt hins vegar ekki eitthvað svona aftra mér, enda var ég heldur ekki í verkfalli, svo ég varð auðvitað bara að koma mér sjálfri í vinnuna. Það var svo sem heldur ekkert vandamál. Umferðinn er alltaf tíu sinnum minni þegar að það er verkfall og dagurinn í dag var engin undantekning.
Ég hef sem sagt núna prófað að keyra vitlausu meginn á veginum. Það var alls ekkert vandamál fyrir mig að halda mig “vitlausu meginn” á veginum. Það ein sem að er underlagt við að aka bíl með stýrinu hægra meginn er að stefnuljósin eru líka hægrameginn og ekki vinstra meginn eins og ég er vön. Það gerðist því ansi oft að ég fiktaði í rúðuþurkunum í staðinn fyrir að setja stefnuljós á. Það var heppilegt að það var líka rigning í dag því annars hefði ég örugglega eiðilagt þurkublöðin. Það var svo sem alveg ágæt að prófa að keyra sjálf þar sem að ég get þá kannski rétt skroppið í búðina og svona þó að það sé frídagur bílstjórans eða ef það verða fleiri verkföll eða mótmælaaðgerðir á næstunni sem að í rauninni er mjög líklegt.
fimmtudagur, september 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli