miðvikudagur, september 20, 2006

Svínagúllas

Þjónustustúlkan okkar eldaði svínagúllas fyrir okkur í fyrradag. Það er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað þetta var alveg rosalega gott gúllas. Það er svo sem ekkert skrítið þar sem að þjónustustúlkan hafði skorið fínasta bitann af svíninu niður svo að hún gæti notað það sem gúllas. Það verður nú að segjast alveg eins og er að ég og Ronny sáum dálítið eftir fínu steikinni í gúllasið en við reyndum bara að njóta máltíðarinnar þeim mun meira.

Ég er búin að finna klæðskera hérna. Systir Mily (þjónustustúlkunnar) saumar nefnilega alveg helling. Ég þarf því bara að fara að versla efni fljótlega í eitthvað af fötum svo að ég geti látið hana sauma eftir einhverju af fötunum sem að ég hef með mér. Ég ætlaði líka að athuga hvort að hún gæti ekki saumað eftir kjólum og pylsum og svona fyrir mig. Ég þarf að vinna heima einn daginn í næstu viku svo ég geti farið að versla með Mily því hún veit örugglega betur en ég hvar er hægt að fá alminnileg efni.

Engin ummæli: