sunnudagur, júlí 16, 2006

Klædd og komin á ról

Ég hafði greinilega mjög rangt fyrir mér í spádóm mínum á þriðjudaginn. Ég var þess full viss um að ég mundi verða full frísk á miðvikudaginn af þessum smá veikindum sem að höfðu komið yfir mig. Það var nú aldeilis ekki raunin og þar er fyrst núna í dag að ég kemst lengra fram úr rúminu en bara í sófann í stofunni. Ég er ekki enn búin að jafna mig alveg 100% þar sem að maginn á mér er enn með smá uppsteiti. Það þýðir auðvitað að ég borða ekkert rosalega mikið og því fæ ég heldur enga orku til kroppurinn geti jafnað sig eftir þessi vikulöngu veikindi. Ég er líka enn að jafna mig á sjokkinu sem að ég fékk yfir að ég geta hafa orðið svona mikið veik í svona langan tíman. Ég man aldrei eftir því áður að hafa misst úr heila viku úr vinnu eða skóla en ég ætti núna samt að spyrja mömmu um það áður en að ég fer að fullyrða eitthvað meira um þetta. Það lítur hins vegar út fyrir að ég sé komin yfir það versta og ég er enn á lífi svo ég get með hreinskilni sagt mömmu að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af mér.

Engin ummæli: