sunnudagur, júlí 09, 2006

Ófremdar ástand

Það fyrsta sem að ég sá þegar að ég kveikti á tölvunni á föstudaginn var að ég hafði fengið póst frá bæði Alla og Möggu um að ég ætti að hringja heim. Mamma var greinilega alveg að fara á taugum yfir því að hafa ekki heyrt í mér í 10 daga og svo hafði ég heldur ekkert skrifað á bloggið í heila viku. Ég hringdi auðvitað heim til að fullvissa mömmu um að allt væri í góðu lagi og að hún gæti hætt að hafa áhyggjur af mér. Við yrðum líka sammála um að ég ætti að skrifa oftar á bloggið. Ef að ég hefði ekkert að segja þá ætti ég samt að skrifa til að mamma viti að það sé allt í lagi með mig. Ég ætti kannski bara að láta það vera fyrsta verk mitt á hverjum morgni að skrifa á bloggið. Þó að mér finnist mamma kannski vera aðeins og fljót til að ímynda sér hið versta þá er líka mjög gott að vitað af því að hún hugsar til mín. Svo tak mamma og hérna koma skilaboðin fyrir daginn í dag.

Ég er smá slöpp, með smá kvef og beinverki og svona. Þetta er ekkert alvarlegt og á örugglega (vonandi) eftir að ganga yfir á morgun eða hinn.

Engin ummæli: