Ég er búin að vera hérna í Bangladess í 3 mánuði nú þegar. Mér finnst þetta hafa verið allt of fljótt að líða og ég ákvað því að nota tækifærið núna um helgina og skrifa niður hvað það er sem að mig langar að upplifa á meðan að ég er hérna. Svo hérna fylgir listinn minn.
- Skoðunarferð um Dhaka, gamli bærinn, þinghúsið og háskólinn
- Fara til Cox Basra, lengsta sandströnd í heimi
- Fara til Shidagong, skóglendi í suðurhluta Bangladess sem er víst eitt af falegustu svæðunum í landinu
- Fara til Nepal, um að gera að nýta tækifærið á meðan að ég er í nágrenninu
Ég á líka eftir að taka mig saman og gera alveg helling af hlutum. Ég á enn eftir að kaupa mér Shari sem að eru alvöru bangla veisluföt en ekki svona svindl föt eins og ég er búin að kaupa mér. Shari er bara eitt langt klæði sem að maður síðan vefur um sig á einhvern sérstakan hátt og þá er þetta svona einhverskonar kjóll. Það tekur víst dálítinn tíma að læra að vefja þessu um sig. Ég reikna því með að byðja um ráðleggingar frá einhverji í vinnunni um har ég geti keypt svona og fengið kenslu í hvernig á að klæðast þessu.
laugardagur, júlí 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli