mánudagur, júní 26, 2006
Vigtun og það í vinnunni
Um miðjan dag í dag kom litli hjálparinn okkar allra, Wahit gangandi með vigt og lagði hana á gólfið fyrir fram þar sem að ég og hópurinn minn sitjum og vinnum. Hann fór síðan greinilega að babla um það á bangla að fólk ætti að vigta sig. Ég var mikið að velta því fyrir mér hvað væri eiginlega á seiði. Robin útskýrði þó fyrir mér að Wahit væri að koma af stað nýju fyrirtæki. Það væri nefnilega oft fólk á gangi um götuna með baðvigtir sem að maður getur borgað smá pening fyrir að fá að stíga á vigtina. Þessi viðskiptaáætlun Wahit fór hins vegar fljótt út um þúfur þar sem að enginn borgaði honum neitt. Það var hins vegar greinilega alveg málið að allir urðu að vigta sig og það var greinilega engin undantekning fyrir kvennþjóðina. Ég var svo sem líka glöð að komast að því að ég var í lægri endanum af starfsfólkinu. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt að það væru þónokkrir karlmenn í vinnunni sem að væru léttar en ég þar sem að þeir eru líka lægri í loftinu en ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli