föstudagur, júní 23, 2006

Heimsóknartími

Þá fer að komast mynd á næsta ferðalag mitt þar sem að förinni er auðvitað heitið heim á leið. Ég er sem sagt að fara til Danmerkur í ágúst til að vinna. Þar sem að ég er hins vegar komin lang leiðina heim til Íslands frá Bangladess þegar ég er komin til Danmerkur þá get ég auðvitað ekki slept því að skreppa síðasta spölin yfir Atlandshafið. Ég reikna því með að koma í helgarferð til Ísland síðustu helgina í ágúst. Það verður kannski erfitt að ná að gera mjög mikið á einni helgi en það mikilvægasta er auðvitað að hitta fjölskylduna. Ég ætla ekki að vera lengur í þetta skiptið þar sem að ég er að reyna að spara dálítið af sumarfríinu mínu svo að ég geti tekið langt jólafrí. Ég er líka að reyna að halda hinum ýmsu möguleikum opnum í kringum jólin þar sem að samningurinn minn hérna í Bangladess er bara til áramót. Ég hef því enn ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera eftir þann tíma. Það er svo sem líka alveg örugglega bara eftir að koma í ljós en ég er nú samt dálítið að vona að ég fái tækifæri til að vera lengur hérna í Bangladess.

Engin ummæli: