sunnudagur, júní 11, 2006

Veisluföt í Bangla stíl

 Ég ákvað að setja inn eina litla mynd af mér. Þetta er mynd að mér í Bangla veislufötunum mínum. Ég fór nefnilega í brúðkaupsmóttöku á miðvikudaginn svo ég fékk Ronny til að taka mynd af mér í því sem að verður örugglega jólafötin í ár. Liturinn passar að minnsta kosti :)

Bróðir eins úr vinnunni var að gifta sig og mér var boðið með til að ég gæti upplifað smá Bangla menningu. Það spilar auðvitað stórt hlutverk að ég er hvít og það er auðvitað mjög fínt að hafa hvítar manneskjur í brúðkaupinu sínu. Ég slapp þess vegna ekki við myndatöku með brúðhjónunum eða við að vera kynnt fyrir nánast öllum í veislunni. Ég hafði svo sem ekki miklar væntingar til þessarar veislu þar sem að danirnir sem að eru hérna eru búnir að vera að dyrmast yfir því hversu leiðinleg og undarleg brúðkaup hérna eru. Ég held að þeim hafi ekki líkað þetta aðallega af því að brúðkaup hérna eru oft mjög stór og oft eru fleiri hundruð ef ekki fleiri þúsund manneskjum boðið og það að borða og svona er gert í hollum og fólk sér nánast ekki brúðhjónin. Brúðkaupið sem að ég fór í var hins vegar mjög fínt, það var bara venjulega mikið af fólki, kannski 60-80 manns og ég sat bara í rólegheitum og borðaði. Ég fékk líka dálítið heiðurssæti, sat við hliðina á faðir brúðgumans. Auðvitað gat ég ekkert talað við hann þar sem að ég tala ekki bangla og hann talaði ekki ensku svo ég fylgdist bara með því sem að var að gerast í kringum mig. Vinnufélagi minn útskýrði hins vegar dálítið að hefðunum fyrir mig svo ég fékk að vita aðeins um hvernig múslímsk brúðkaup ganga fyrir sig og svo sá ég auðvitað fötin sem að brúðhjónin voru í og svona. Fötin voru mjög sérstök en líka mjög fín fannst mér og svo var brúðarbíllinn rosalega flott skreyttur. Ég kunni hins vegar ekki við að taka myndavélin mína með svo ég hef engar myndir eins og er en ég fæ kannski myndir frá vinnufélaga mínum seinna.

Þetta var annars allt í bili svo ég vona bara að þið getið skemmt ykkur yfir myndinni. Posted by Picasa

Engin ummæli: