miðvikudagur, júní 14, 2006

Megrun

Maturinn hérna í Bangladess er hreinlega allt of góður. Þetta er meira að segja að fara að valda mér vandræðum þar sem að öll fötin sem að ég tók með mér fara brátt að verða of lítil. Ég held þess vegna að ég verði að horfast í augu við þá staðreynd að ég brátt verið að fara í megrun. Verst er hins vegar að ég á vona á nammisendingu á næstu helgi svo ætli ég verði ekki að fresta megruninna þangaði til að nammið er búið. Það á nú svo sem heldur ekki eftir að taka mig langan tíma að éta mig í gegnum þessi tvö kíló af íslensku nammi. Ég verð hins vegar að segja það að það að sjá fötin sín hreinlega skreppa saman er ansi góður hvataþáttur fyrir mig. Ég get til dæmis ekki sætt mig við að ég passi ekki lengur í uppáhalds kjólinn minn. Sérstaklega þegar ég var að velta því fyrir mér að láta sauma hann í fleiri útgáfum hjá klæðskera hérna. Ætli ég verði ekki núna að býða með það þangaði til að ég hef gengið úr skuggu um að ég geti passað í kjólinn.

Engin ummæli: