fimmtudagur, júní 22, 2006

Dálítið öfugsnúið

Einn af samstarfsmönnunum í vinnunni var að eignast barn. Fyrirtækið keypti auðvitað smá glaðning fyrir hann af því tilefni. Ég nýtti því tækifærið til að kynnast því aðeins hvernig heimafólkið hérna versla. Ég fór með tveimur konum úr vinnunni að verla gjafir og það var líka ekkert smáræði sem að kom út úr þessari 3 tíma verslunarferð. Það var dálítið gaman að fara með þeim í hinar ýmsu verslanir til að kaupa alveg helling af barnadóti sem að kostaði nánast ekki neitt. Það öfugsnúna við þetta var hins vegar að ég var ekki alveg að fatta hvernig hitastigið er hérna. Ég var því alltaf að spyrja hvort að það væri nokkuð gott að vera að kaupa stuttbuxur og hlíraboli fyrir nýfætt barnið. Ég fór líka algjörlega í baklás þegar að þær fóru að taka fram mjúkar gúmímottur fyrir barnið að liggja á. Ég spurði auðvitað hvort að það væri þá ekki betra að kaupa teppi. Þær horfðu hneikslaðar á mig og reyndu enn einu sinni að útskýra fyrir mér að yfir sumarmánuðina þá þyrfti barnið á kælingu að halda og ekki neinu sem að fékk litla guttan til að hitna enn meira en bara það sem að lofthitinn hérna gerir.

Mér finnst þetta bara svo rosalega öfugsnúið. Allt á Íslandi eða í Danmörk sníst um að halda börnum nógu heitum svo ég gat alls ekki tileinkað mér að hérna er það mikilvægt að tryggja að börn ofhitni ekki.

Þetta er enn einn af þessum litlu hlutum sem að gera lífið hérna svo skemmtilegt og athyglisvert.

Engin ummæli: