Þó að ég segi sjálf frá þá hef ég nú verið mjög samviskusöm við að æfa mig á gítarinn. Ég æfi um einn klukkutíma á hverju kvöldi. Þrátt fyrir þetta þá finnst mér þetta nú ganga dálítið hægt fyrir sig. Ég er búin að læra fjögur grip fram að þessu og ég get skift nánast erfiðleikalaust á milli þeirra allra. Ég ætla að fara að byrja að æfa mig á því að taka G-grip núna þegar að ég líka þessum skrifum. Það tekur mig alveg geðveik langan tíma að ná því að geta skift á milli gripa. Það er kannski bara ágæt þar sem að það eru enn margir mánuðir eftir af dvöl minni í Bangladess og ég hef þá eitthvað að dunda mér við.
Komin tími til að fara að æfa áður en að það verður allt of framorðið
miðvikudagur, maí 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli