Það er ekki mikið um það hérna í Bangla-landi að það sé hægt að nota kreditkort til að borga fyrir vörur og þjónustu. Þetta þýðir auðvitað að ég þarf að venja mig við það aftur að ganga með peninga á mér og muna að fara í hraðbanka svo inn á milli til að endurnýja byrgðirnar. Þar sem að ég þarf að ná í peninga í hraðbankan þá tek ég auðvitað eins mikið og ég get út í hvert sinn til að þurfa ekki alltaf að vera að bardúsast í þessu. Það mesta sem hægt er að taka út er 20.000 Taka sem að er líka 20.000 isk. Það væri auðvitað ekkert vandamál að taka út 20.000 kall á Íslandi, þetta er ekki nema fjórir 5.000 kr. seðlar. Þetta horfir hins vegar dálítið öðruvísi við hérna í Bangladess. Það eru ekki stærri seðlar en 500 Taka gefnir út hérna svo fljótur hugarreikningur segir líklega flestum að þegar að ég tek út 20.000 Taka þá stend ég með sand af seðlum í höndunum. Þetta er svo mikið af seðlum að það er ekki einu sinni hægt að koma þessu fyrir í veskinu mínu svo ég þarf hreinlega að taka með mér tösku í bankan til að koma þessu öllu fyrir einhverstaðar.
Ég er mikið að vonast til þess að starfsfélagi minn sem að var sendur út í dag til að kaupa þráðlausan router fyrir mig komi aftur á skrifstofuna áður en að við höldum heim. Ef að ég fæ þennan router þá get ég loksins farið að koma mér á netið heima.
fimmtudagur, maí 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli