miðvikudagur, maí 24, 2006
Hjónabandssæla
Það er greinilega misjafn smekkurinn hjá fólki. Ég bakaði fyrir fólkið í vinnunni um helgina og það sem að ég bakaði var Te-bollur og hjónabandssæla. Ég var mikið að velta því fyrir mér ekki að taka hjónabandssæluna með þar sem að mér fannst hún vera algjörlega misheppnuð. Hún var allt of þurr semað var örugglega af því að hún var í ofninum í 2 tíma. Ég komast nefnilega að því að það tekur rosalega langan tíma fyrir ofninn að hitna svo það tók heila eilíf fyrir kökuna að bakast. Ronny sanfærði mig hins vegar um að taka hana með þar sem að það væri oft boðið upp á mun verri og þurrari hluti en þetta á skrifstofunni. Þetta endaði hins vegar með að hjónabandssælan var algjört hitt og allir vilja fá uppskriftina af henni. Ég held að ástæðan sé sú að svona kaka er ekkert sem að fólk hérna á að venjast. Kökur og eftirréttir er venjulega mjög sætt hérna, meira að segja ég sem að sykra uppstúf finnst þetta vera sætt. Svo hjónabandssælan var að minnsta kosti öðruvísi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli