mánudagur, maí 22, 2006

Bakstur og matarboð

Jæja, þá getur Alli bróðir ekki sagt að ég hafi verið algjör nörd núna um helgina. Honum finnst að ég hafi eitt dálítið miklum tíma hangandi heima um helgar svo núna verður hann örugglega glaður að heyra að ég fór út um helgina. Ali, yfirmaður minn, bauð nokkru fólki í mat heima hjá sér. Mér fannst mjög gaman að koma heim til hans og sjá hvernig hann býr. Íbúðin sem að hann býr í með foreldrum sínum og þjónustufólki er dálítið öðruvís en sú íbúð sem að ég bý í. Þó að Ali búi frekar vel miðað við almennar aðstæður hérna í Bangladess þá býr hann ekki næstum því eins vel og ég geri. Það er svo sem ekki eins og það hafi verið neitt að þessari íbúð en þetta var bara dálítið öðruvísi en það sem að ég á að venjast. Maturinn var líka mjög góður og þetta var ekta Bangla-matur. Mjög góður fiskur, kjúklingur og grænmeti svo ég naut þess virkilega. Félagsskaðurinn var líka mjög góður en því miður var þetta kveðjukvöldverður fyrir fólkið sem að var þarna þar sem að það var fljótlega að flytja frá Bangladess. Það er hins vegar gott að heyra frá öllum vesturlandabúum sem að búa hérna að þeir kunna mjög vel við landið og að vera hérna. Þetta fólk sem að var í þessu boð var búið að búa hérna í tvö ár og því fannst það ekkert búið að vera hér of lengi.

Ég eiddi síðan öllum deginum í gær við bakstur. Það þýddi auðvitað að ég stóð í eldhúsinu og svitnaði allan daginn. Það er nefnilega ekki loftkæling í eldhúsinu svo að það verður alveg rosalega heitt þar þegar að maður þarf að fara að gera eitthvað þar. Ég þurfti líka aðeins að læra á þennan blesaða ofn sem að er hérna í íbúðinni. Þetta er í fyrsta lagi gasofn svo að ég er alveg geðveik stressuð þegar að ég kveiki á honum. Til þess að sjá hvort að það hafi tekist að kveikja upp í ofninum þarf maður kíkja niður í pínulitla holu og athuga hvort að það sé pínu blár logi þar. Svo komst ég hins vegar að því að það tekur alveg geðveikt langan tíma fyrir ofninn að hitna, svona um það bil 2 tíma. Svo fyrstu plöturnar þurftu að vera dálítið lengi í ofninum. Þeta reddaðist hins vegar allt á endanum og ég tók allan afrakstur bakstursins með mér á skrifstofun. Bengalarnir borðuðu þetta alveg svo ég held að þeim hafi fundist þetta allt í lagi.

Engin ummæli: