þriðjudagur, maí 16, 2006
Besti ís í heimi
Maður á aldrei að segja aldrei eins og ég er svo oft er búin að komast að. Ég helt til dæmis aldrei að ég mundi láta það út úr mér að það finnist betri ís en EmmEss ís. Það er hins vegar staðreyna að það gerir það. Þessi einstaklega góði ís er Mövenpick ís með valhnetu bragði. Þetta er alveg ekta rjómaís og mér finnst hann alveg brjálæðislega góður. Ég verð greinilega að fá mér dálítið af EmmEss ís þegar að ég kem næst til Íslands til að ganga úr skugga um hvort að það finnist í rauninni betri ís. Það geðveika við þennan Mövenpick ís hérna í Bangladess er hins vegar að hann er alveg rándýr. 2,5 lítrar af ís kosta 1600 Taka og þegar ég fer að hugsa út í að það er 1/8 af því sem að þjónustustúlkan fær í mánaðarlaun þá fæ ég næstum því samviskubit yfir því að vera að borða þennan ís.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli