sunnudagur, apríl 09, 2006

Bátsferð og fluttningar

Jæja, þá er ég loksins flutt heim til Ronny og búin að koma mér vel fyrir í gestaherberginu. Allir gestirnir eru líka farnir svo að núna fer vonandi að verða einhver tími fyrir mig til að koma mér fyrir og athuga með líkamsræktarstöðvar og eitthvað af því snyrtidóti sem að mig vantar.

Reyndar voru bæði fimmtidagurinn og föstudagurinn mjög skemmtilegir dagar. Á fimmtudaginn fóru allt hvíta fólkið í vinnunni út að borða saman með Ali og þeim sex strákum sem að ég verð að vinna með. Það hefur örugglega verið dálítið gaman fyrir fólk að sjá þennan flokk af fólki þar sem að þarna voru 9 hvítar manneskjur á ferð og það er mjög mikið í landi þar sem að ein hvít manneskja vekur athygli á götum úti. Þessi kvöldverður var svona smá endir á þeim tíma sem að þeir tveir stákar sem að ég ferðaðist með hingað höfðu með okkur öllum. Þeir eru sem sagt farnir aftur til Danmerkur núna og ég verð bara að vona að við sjö sem að erum eftir hérna höfum stjórn á hlutunum og munu eitthvað smá af því sem að þeir voru að reyna að fræða okkur um. Þessi kvöldverður var hins vegar mjög skemmtilegur og mér gafst smá tækifæri á að tala við strákana í hópnum mínum svo núna veit ég aðeins meira um þá. Það var líka gaman að því hvað andrúmsloftið var afslappað þrátt fyrir að allir stjórarnir hafi verið með þarna. Við hvíta fólkið héldum svo áfram eftir kvöldverðinn og skelltum okkur aftur í The Privileged klúbinn. Þar sem að við eiddum líka síðastliðnu fimmtudagsköldi. Við entumst nú svo sem ekki lengi þetta kvöldið þar sem að við vissum líka að við höfðum stíft prógram daginn eftir.

Við þuftum nefnilega að vakna snemma á föstudeginum til að halda í magra tíma siglingu. Við vorum sótt í rútu á hótelið og vorum síðan keyrð út fyrir borgina. Þar tók svo við 6 tíma sigling þar sem að við sigldum á ánni sem að liggur hérna í gegnum Dhaka. Við sigldum ekki inn í borginni og þetta var því fyrsta tækifæri mitt til að sjá eitthvað annað en fína hverfið hérna í Dhaka. Þetta opnaðu aðeins aug mín fyrir því hvernig stór meirihluti af fólki hérna í Bangladess býr og lifir. Það er líka alveg yndislegt að sjá allt þetta fólk sem að brosir til manns og veifar á meðan að það þvær þvott eða baðar sig í ánni. Það virðist einhvernveginn vera eins og að allir hérna séu mjög ánægðir og mér finnst að minnsta kosti þetta vera mjög brosmilt fólk sem að maður hittir hérna á götunum. Þetta var svo sem alveg ekta ferðamannasigling. Við fórum tvisvar sinnum í landi, í fyrra skiptið sáum við herragarð sem að hafði verið byggður af einhverjum breskum landeigenda um 1890 en núna var þessi bygging notur til að hýsa skóla. Það leit ekki út fyrir að það hafi verið gert mikið til að halda byggingunni við eftir að bretar voru hraktir út úr Indlandi og byggingin var því í frekar mikilli niðurnísl. Það er hins vegar eins og með svo margt annað hérna að það er rosalega gaman að sjá þetta til að maður átti sig á því hvaða aðstæðum fólk hérna á að venjast. Ég tók eina mjög góða mynd af einni kennslustofunni í þessum skóla en þar sem að ég held að myndaalbúmið sé í ólagi eins og er þá get ég því miður ekki deilt þessari mynd með ykkur. Seinna stoppið okkar var í lítilli vefstofu þar sem að verið var að framleiða silkiklúta. Mér fannst athyglisvert að finna stemninguna í hópnum á meðan að við vorum þarna. Meirihlutinn af þessum um 15 manneskjum sem að unnu þarna voru auðvitað bara börn og þar sem að við vesturlandabúar erum vön því að fordæma baranaþrælkun, eins og maður oft kallar þetta, þá litu aðstæður þessara barna ekki neitt hræðilega út og maður getur heldur ekki annað en velt því fyrir sér hvernig þessi börn hefðu það ef að þau væru ekki að vinna þarna. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér annað en að þau ættu þá þónokkuð erfiðar með að fá mat og aðrar nauðsynjar. Vegna þessa ágreinings var það augljóst að við áttum öll dálítið erfitt með okkur þar sem að maður vill auðvitað fordæma að þessi börn séu ekki í skóla eða hreynlega í frí á föstudegi, sem jú er helgidagur múslima. Á hinn bóginn getur maður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að kannski er þetta bara það allra besta sem að þessi börn geta fengið.

Núna er hins vegar laugardagur og helgin alveg að verða búin. Það tekur sem sagt við vinna á morgun og núna þarf ég víst sjálf eitthvað að fara að finna út úr því hvernig þetta verkefni sem að ég er að stjórna á að ganga fyrir sig. Það verður að minnsta kosti nóg að gera.

Ronny er ekki með þráðlaust net sem að er algjör bömmer en það verður bara að hafa það. Ég verð bara að redda mér löngum netkapli svo að ég geti legið í sófanum og verið á netinu.

1 ummæli:

Helga Kristin sagði...

Blessuð Sigrún Halla! Mér var hugsað til þín um daginn og ákvað að "gúggla" þig :) Er þá stelpan ekki bara flutt til Bangladesh af öllum stöðum! Þýðir víst ekki að bjóða þér í kaffi:) hehe.. Hafðu það sem allra allra best og njóttu vel! Kveðja. Helga Kristín