þriðjudagur, apríl 04, 2006

Hámarks þjónusta

Ég er auðvitað ennþá að upplifa nýja hluti á hverjum degi. Við erum alltaf að fara að heimsækja einhverja nýja staði og sjá eitthvað nýtt. Á síðasta fimmtudag fórum við smá út að skemmta okkur og fórum auðvitað í klúbb sem að aðeins er fyrir meðlimi. Enginn af okkur var auðvitað meðlimur en þar sem að við vorum 6 hvít með einum frá Bangladesh sem að talaði bara ensku þá var okkur auðvitað hleypt inn án nokkura vandræða. Þetta er auðvitað mismunun á hágu stigi og maður getur ekki annað en verið fegin að maður hefur rétta útlitið og nýtur því góðs af þessari mismunun. Það er samt dálítið undarlegt finnst mér að vera í svona umhverfi þar sem að þetta er svo rosalega augljóst og að það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu. Þetta var hins vegar mjög fínn staður og drykkirnir voru með því ódýrarsta sem að við höfum fundið svo að við vorum reyndar að velta því fyrir okkur að gerast meðlimir. Við erum líka búin að fara að borða í norðurlandaklúbbnum. Þetta var svo sem allt í lagi staður með sundlaug og sólbekkjum svo að maður gæti farið þangað um helgar og legið smá í sólbaði. Ég veit svo sem ekki hvort að ég eigi eftir að halda mikið til þarna en það á svo sem bara eftir að koma í ljós. Ég er líka búin að sjá fram á það að ég verði líklega að skaffa mér aðgang að einhverji líkamsræktarstöð. Maður hreyfir sig jú ekki neitt hérna, það mesta sem að ég hef gert síðan ég kom hingað var að við löbbuðum í búðir í gær og enduðum á PizzaHut og þetta var kannski 1-1½ tíma gönguferð. Annars hef ég nánast ekki labbað neitt og þetta eru dálítil viðbrigði frá að hjóla ca. 1 tíma á hverjum degi, til og frá vinnu. Núna verður það líka að nefnast að ég hef aldrei komið inn á PizzaHut stað þar sem að voru svona margir þjónar. Þetta var svo sem allt í lagi stór staður en ég held þrátt fyrir það að þó að allt væri fullt þá væri samt einn þjón með kannski þrjú borð. Þar sem að það var ekkert rosalega mikið að gera hjá þeim í gærkvöldi þá voru þessi þjónar hreynlega næstum að slást um að fá að þjóna okkur og það var stundum dálítið fyndið að fylgjast með þeim. Í kvöld erum við svo að fara í mat hjá Ronny svo að bílstjórinn býður auðvitað eftir okkur núna til að keyra okkur á hótelið og síðan heim til Ronny :)

Engin ummæli: