Jæja, þá hef ég fundið fimm mínutur til að setjast niður og skrifa smá fréttir hérna. Það er auðvitað ekki hægt annað en að byrja á ævintýrinu sem að átti sér stað í upphafi ferðar okkar til New York. Við fórum sem sagt til New York fyrir tveimur vikum en eins oft er sagt þá er fall fararheill og það var það í þessu tilfelli. Flugvélin sem að við áttum að fljúga í til New York varð fyrir eldingu skömmu eftir flugtak og það varð því að ”nauðlenda” í Keflavík. Þetta var nú svo sem ekki mikið nauðlending að okkar mati þar sem að þetta var bara eins og hver önnur lending. Það var fyrst þegar að við komum út landganginn og sáum gatið á nefinu á vélinni að við vorum bara nokkuð fegin að það hafði verið ákveðið að lenda vélinni. Það leið heldur ekki á löngu þar til að gemsarnir okkar urðu rauðglóandi þar sem að öll þessi drama kom strax í fréttirnar og allir vildu auðvitað heyra hvernig þessi drama hafi verið fyrir okkur sem að vorum um borð. Þetta var nú svo sem ekkert rosalega. Auðvitað brá mér nokkuð við þann rosalega hvell sem að heyrðist þegar að eldingin sló niður í vélina en það sem að það gerðist nú ekki neitt meira þá var maður nokkuð fljótur að jafna sig á þessu. Það leið heldur ekki á löngu þar til að við vorum aftur á leiðinni til New York í annari vél og restin af vikunni sem að við höfðum í New York var alveg frábær. Við sáum alla merkilegustu staðina í New York auðvitað og það tók nú mest allan tíman hjá okkur. Við fundum svo sem líka smá tíma til að versla enda voru einstaka hlutir á innkaupalistanum og auðvitað kíktum við líka á einn söngleik á Broadway. Það eru komnar inn myndir úr þessari ferð í myndaalbúmið en það er samt ekki enn búið að skrifa skýringar við þær en það kemur nú vonandi fljótlega.
Eftir vel lukkaða heimferð frá New York þar sem að ekkert óvenjulegt átti sér stað hefur það ekki verið mikill tími fyrir afslöppun. Ég er nefnilega að fara að leggja af stað til Bangladess eftir viku sem að þýðir að ég mæti þar á afmælisdeginum mínum, 27. mars. Ég er sem sagt búin að vera að reyna að ganga frá einhverjum af þessum dagsdaglegu hlutum sem að maður bara verður að hafa á hreinu þegar að maður flytur í níu mánðuð. Það mundi líka ekki vera hægt bara að skreppa heim til að redda hlutunum, sérstaklega ekki þegar að ferðalagið tekur næstum heilan sólahring, ef að tímamismunirinn er tekin með. Kannski aðeins að nefna það það er 6 tíma munur á Bangladess og Íslandi. Það er svo sem ekki mikið annað að frétta. Ég er bara að býða eftir því að komast af stað og ég er að reyna að halda stjórn á öllu því sem að þarf að gera áður en að ég legg af stað bæði í vinnunni og heimafyrir. Það verðu alveg örugglega helling af dóti sem að ég á eftir að gleyma en ég verð bara að vona að ég eigi eftir að muna eftir því mikilvægasta. Ég er svo sem búin að pakka alveg helling núna enda er ferðataskan fljót að fillast. Jæja, þá er þetta nóg í bili. Ég veit svo sem ekki hversu mikið ég á eftir að skrifa alveg á næstunni þar sem að það verður alveg örugglega meira en nóg að gera en ég á eftir að reyna mitt besta.
mánudagur, mars 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli