Það er sem sagt á morgun sem að ég flyt mig og mit hafurtask til Bangladess. Þetta 16 tíma ferðalag hefst snemma í fyrramálið og líkur svo í Dhaka á mánudagsmorgninum. Það er sem sagt ekki víst að ég verði neitt rosalega hress á afmælisdeginum en það er svo sem ekkert líklegt að það verði hægt að gera neitt rosalega mikið spennandi fyrsta daginn í Dhaka hvort sem er. Ég ætla heldur ekki að lofa neinu um hversu dugleg ég verð að blogga fyrstu dagana þarna niður frá þar sem að ég get alveg ímyndað mér að það eigi eftir að taka smá tíma að koma sér fyrir og átta sig á því í hvernig fötum maður á að ganga í til að það sé ekki starað allt of mikið á mann og svona.
Það er hins vegar búið að vera alveg geðveikt mikið að gera síðastliðna viku. Við vorum reyndar ein heima á mánudagskvöldið en eftir það hafa verið endalausar kveðjustundir, hádegis- og kvöldverðir. Við erum sem sagt annað hvort búin að vera í matarboði eða búin að vera með matarboð alla vikuna. Ég verð nú að viðurkenna það að ég held að ég hafi aldrei áður verið með svona stífa félagsleg áætlun og það þýddi líka að ég endaði á því að hitta fólk niður í bæ í hádegismat til að geta hitt sem flesta áður en að ég fer að stað til Bangladess. Þetta stífa prógram hefur hins vegar alveg borgað sig og það hefur nú bara tekist að hitta mjög marga og þetta er auðvitað búið að vera mjög skemmtileg vika. Það er svo sem smá þreyta í dag enda var svo sem tekið alveg ágætlega á því í gær en ég verð bara að vona að þessi þreyta eigi eftir að gera það að verkum að ég geti sofið eitthvað á ferðalaginu á morgun.
Jæja, þá ættla ég að hætta þessi ú bili. Fara að slökkva á tölvunni og pakka henni niður svo að ég geti séð hvað ég er með ógeðslega mikin handfarangur.
laugardagur, mars 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli