þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Kvikmyndagagnríni og Eurovision

Ég er búin ná að sjá nokkrar bíómyndir að undanförnu. Sumar eru auðvitað bara þessar venjulegt Hollywood myndir sem ekki skilja neitt mikið eftir. Það gerist hins vegar inn á milli að maður nær að sjá góðar myndir sem að skera sig úr að einhverju leiti. Ég er búin að sjá tvær svona myndir að undanförnu. Sú fyrsta var Brokerback Mountain sem gerði mig alveg mállausa. Það var alveg ótrúlegt hversu miklum tilfinningum var komið á framfæri í myndinni sem að innihelt í rauninni mjög lítið af samtölum. Allars þær tilfinningar sem voru tjáðar var því komið á framfæri með frábærum leik og öllu umhverfinnu í myndinni. Þetta er ein af þeim myndum sem að ég, að minnsta kosti, á í raun mjög erfitt með að lýsa því hún skilur eftir eitthvað sem í rauninni er svo djúpt að það er erfitt að grafa niður á það. Hin myndin sem að ég sá var að allt öðrum toga. Þetta var myndin March of the Penguins. Þetta er heimildamynd um líf keisaramörgæsa á suðurskautslandinu. Þetta er líka mjög flott mynd og rosalega vel gerð. Það er auðvitað mjög flott og öðruvísi landslag í henni og maður getur líka alveg ímyndað sér kvalirnar sem kvikmyndatökumennirnir hafa þurft að ganga í gegnum. Það sem að mér fannst hins vegar best við þessa mynd er allur húmorinn sem að er í henni. Sagan sem er sögð í þessari heimildamynd er mjög vel gerð og það er einn og sami söguþráðurinn út í gegnum myndina sem að nær að hafa í för með sér að þetta verður ekki eins og margar þurrar heimildamyndir. Mér finnst þessi mynd alveg skera sig úr að því leiti og það var mjög gaman að horfa á hana.

Mér datt í hug á meðan ég var að skrifa hérna að íslendingar voru auðvitað að velja sitt lag til keppni í Eurovision núna um helgina. Ég fór því inn á vef sjónavarpsins til að kynna mér úrslitin. Það voru nú einhverjir búnir að tjá mér að Silvía Nótt mundi alveg örugglega vinna. Ég veit svo sem ekkert hver þessi Silvía Nótt er svo ég tók mig til og hlustaði á lagið hennar. Ég verð nú hreinlega að vera hreinskilin og segja að eftir að hafa heyrt þetta lag þá er ég bara mjög fegin að ég verð ekki í Danmörk, í Evrópu eða nokkurstaðar í nágrenni sjónvarps þar sem að þessi blessaða Eurovision keppni verður sýnd. Ég held að ég myndi ekki getað komist yfir að þurfa að viðurkenna að íslendingar geti ekki gert betur en að senda þetta lag í Eurovision. Sérstaklega þegar það er alltaf einhver erlend tónlistartímarit að dást að gæðunum og fjölbreytninni í tónlistarlífinu á Íslandi.

Engin ummæli: