þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Meira um teikningar

Núna virðist nú sem að umræðan um þessar Mohamed teikningar sé aðeins að ganga yfir. Ég get nú auðvitað ekki haldið því fram að ég sé einhver sérfræðingur í þessu en það virðist sem að öldurnar séu að lægjast. Þau mótmæli sem að hafa átt sér stað í dag og undanfarna daga virðast vera nokkuð einangruð. Mér finnst hins vegar vera nokkrir athyglisverðir punktar í öllum þessum umræðum sem að hafa átt sér stað að undandförnu. Það er punktar eins og að umræðan fyrst fyrir alvöru gís upp mörgum mánuðum eftir að teikningarnar eru birtar hérna í Danmörku, jafnvel þó að þær hafi líka verið birtar í blaði í Egyptalandi núna fyrir um fjórum mánuðum. Þetta virðist líka vera ansi mikill fjölmiðlasirkus sem er í gangi þar sem að þetta viðskiptabann sem að hefur verið sett á danskar vörur í nokkrum löndum er víst ekki eins alverlegt eins og margir halda. Þetta viðskiptabann gildir nánast bara almennar neysluvörur sem að hin almenni neytandi kaupir ekki lengur. Ég er hins vegar kannski farin að vera aðeins jákvæðari á þetta mál en áður. Mér finnst að minnsta kosti hérna í Danmörk að það eru farnir að koma fram Múslimar hérna sem að ekki hafa látið heyra í sér fyrr. Núna eru Múslimar hérna ekki lengur sáttir við að vera allir settir í einn bás og þeir eru farnir að berjast fyrir því að kastljósinu verði líka beint að þessu meirihluta danskra Múslima sem er í rauninni alveg eins og allir aðrir danir. Það er að ég held enn vona til að það komi eitthvað gott út úr þessu og að öfga-múslimarnir fari að fá mótspil frá sínu eigin fólki, sem að er auðvitað nauðsynlegt.

Þetta var allt núna þar sem að +eg verð að hætta. Hannes er að draga mig frá tölvunni til að fara að horfa á bíómynd.

Engin ummæli: