fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Þá er ég búin að skila

Loksins, loksins hef ég lokið við þetta blessaða mastersverkefni. Ég fór á mánudagsmorgun upp í skóla og skilaði þessu tvö hundruð síðna verkefni. Þetta var alveg rosalega góð tilfinning eftir að hafa verið vakandi nánast alla helgina til að reyna að klára þetta blessaða verkefni. Ég held að þetta sé allt í lagi verkefni en eins og alltaf þá eru atriði sem að ég veit að ég hefði getað gert betur. Ég verð bara að reyna að taka þessi atriðið upp í vörninu á verkefninu og vona að það eigi eftir að ganga vel. Fyrir utan það að ég hafi verið að klára verkefnið þá er svo sem af nógu öðru að taka.

Ég er sem sagt í fyrsta lagi búin að fá vinnu. Það er hjá fyrirtækinu Groupcare sem að ég er búin að vera að vinna hjá með skólanum. Þessi vinna mín á hins vegar eftir að fela í sér smá heimsókn til Bangladesh. Ég fer sem sagt í lok mars til Dhaka, sem er höfuðborgin í Bangladesh, og þar á ég eftir að vinna sem verkefnastjóri í níu mánuði. Það er auðvitað ókostur að Hannes verður eftir hérna í Kaupmannahöfn þar sem að hann ætlar að vera, að minnsta kosti fram á sumar, hjá Nokia hér. Í sumar ætlar hann síðan að athuga hvort að hann geti fengið að flytja sig til Nokia í Bangaloor sem að liggur í suður Indlandi. Þetta var hins vegar bara svo rosalega spennandi og gott tækifæri svo að ég gat hreynlega bara ekki látið það fram hjá mér fara. Þetta verður hins vegar alveg örugglega mjög erfitt og líka vonandi skemmtilegt. Ég þarf að fara að vinna með fólki sem að hefur allt öðru vísi vinnuaðferðir og móral en við hérna í vestur-Evrópu og á vesturlöndum. Bangladesh er líka múslimaríki svo að ég verð líka að einhverju leiti að læra að virða hefðir og siði múslima. Ég á örugglega ekki eftir að geta mætt í stutterma bol í vinnunna þarna eins og ég geri hér í Köben. En talandi um múslima þá kemst maður ekki hjá því hérna í Danmörku, eins og er, að verða var við allt það sem að hefur verið í gangi í sambandi við þessar teikningar sem að voru birtar í Jyllands Posten. Það er nú svo sem ekkert rosalega mikið sem að hefur verið í gangi hérna, að minnsta kosti ekkert alvarlegt. Það eru auðvitað umræður í þjóðfélaginu sem að eiga sér stað en annars eru þetta mest fréttir frá mið-austurlöndum og suður-asíu sem að maður er að heyra alveg endalaust. Það er búið að vera eitthvað smá í gangi í Bangladesh líka en það hefur nú víst ekki verið neitt alvarlegt, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Það er einn dani frá Groupcare í Bangladesh núna og hann hefur það alveg ágætt og fer bara í vinnuna eins og venjulega. Ég er nú samt að vona að þessi deila eigi eftir að vera gengin yfir þegar að ég fer af stað. Ég veit hins vegar ekki alveg hvað mér finnst um þessa deilu sem að hefur risið upp vegna þessara teikninga. Ætli ég verði ekki að vera búin að jafna mig aðeins meira á svefnleysinu frá helginni áður en að ég get farið að skrifa einhverjar rökrettar hugsanir um þetta mál. Ég á nú örugglega eftir að skrifa miklu meira um þetta og flyttningin til Bangladesh þegar að nær dregur þar sem að ég er enn að jafna mig á allri þessari verkefnavinnu. Ég nenni því ekki að vera rosa mikið í tölvunni núna eftir að ég kem heim úr vinnunni. Ég hef hins vegar miklar væntingar til að fara að skrifa meira hérna en ég er búin að vera að gera síðastliðna tvo mánuði.

1 ummæli:

Ingi sagði...

TIL HAMINGJU MED SKILIN!
og líka med vinnuna! Spennó.